Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Síða 62

Skírnir - 01.04.1912, Síða 62
158 Sannleikur. hluta er fyrir kunna að koma, á rót sína í því hvernig andi vor er gerður. Vér getum ekki farið með þessi almennu hugmynda- hlutföll eftir hugþótta einum, fremur en vór getum það með sýni- lega hluti og áþreifanlega. Þau knýja oss; vór verðum að vera sjálfurn oss samkvæmir í meðferð þeirra, hvort sem oss líkar niður- staðan betur eða ver. Samlagningarreglurnar eru eins óyggjandi róttar þegar á að leggja saman skuldir vorar, eins og þegar á að telja saman tekjurnar. Hundraðasti tugstafurinn í tc, hlutfalli um- máls og þvermáls, er andlega ákvarðaður fyrir fram nú, þótt ef til vill enginn hafi reiknað hann enn þá. Ef vór skyldum einhvern- tíma þurfa á honum að halda, þegar vór erum að fást við einhvern hringinn, þá þyrftum vér að fá hann róttan, reiknaðan eftir venju- legum reglum, sem annars er beitt við samskonar sannindi. Anda vorum eru þannig settar rammar skorður, annars vegar af föstum lögum reynslunnar, hins vegar af hugsanalögum vorum. Hugmyndir vorar verða að vera samkvæmar veruleikanum, hvort sem hann er sýnilegur og áþreifanlegur eða fólginn i almennum hugtökum og meginsetningum, að öðrum kosti lendum vór í enda- lausum ógöngum og ósamkvæmni. Því sem nú hefir verið sagt, geta rökhyggjumenn ekki mót- mælt. Þeir geta að eins sagt að vér höfum ekki snert nema yfir- borðið. Til veruleikans teljum vór þá annaðhvort staðreyndir, eða teg- undahugtök hluta, og hlutföll þau er hugarsjónir vorar greina milli þeirra. 1 þriðja lagi teljum vór ennfremur til veruleikans öll þau önnur sannindi sem vór þegar höfum öðlast, og kemur það ekki sízt til greina, þegar nýjar hugmyndir ber að garði vorum. En hvað þýðir nú »samkvæmni« við slíkan þrefaldan veruleika? — svo að vér hverfum aftur að hinni algengu skilgreiningu á sannleikan- um. Hór er það að starfhyggjumenn og rökhyggjumenn fer að greina á. Upphaflega þýðir eflaust það að vera samkvæmur, sama sem að vera eftirmynd, en vór sáum að tómt orðið »klukka« nægði í stað hugmyndar um »verkið« í klukkunni, og að í ýmsum efnum geta hugmyndir vorar að eins verið tákn hlutanna, en ekki eftir- myndir þeirra. Hvernig gæti hugur vor t. d. eftirmyndað »liðinn tíma«, »afl«, »frjálsræði« ? I víðustu merkingu getur það að vera samkvæmur einhverjum veruleika að eins þýtt það, að látaleiðast annað- hvort alla leið að honum eða í nánd v i ð h a n n, eða komast í svo náið samband við hann að betra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.