Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Síða 28

Andvari - 01.01.1988, Síða 28
26 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI Og við þessar aðstæður þurfti Pétur Benediktsson að selja íslenskar sjávarafurðir fyrir hæsta mögulega verð. „Pétur vann kraftaverk á árunum eftir stríð, viðskiptasamningar okkar við t.d. Tékkóslóvakíu, Pólland og Frakkland, sem á þeim tíma voru m jög þýðingarmiklir, tókust fyrst og fremst fyrir hans harðfylgi og dugnað,“ segir Pétur Thorsteinsson. — Hinn 9. janúar 1946 gekk Pétur að eiga seinni konu sína, Mörtu, dóttur Ingibjargar og Ólafs Thors. Dætur þeirra tvær fæddust báðar í París: Ólöf 8. júlí 1948 og Guðrún 14. desember 1950. Ólöf er lög- fræðingur að mennt og starfar sem héraðsdómari í Kópavogi, gift Friðriki Pálssyni forstjóra SH, en Guðrún er taugalífeðlisfræðingur og lektor við Háskóla íslands. „Marta og Pétur Benediktsson voru um langt skeið stórglæsilegir fulltrúar lands síns úti í heimi, tveir norrænir víkingar, sem fólk allra þjóða laðaðist að vegna mannlegs hlýleika og heilbrigðs stolts,“ sagði Ragnar í Smára. Þau hjónin settust að í París, en þar opnaði Pétur sendiráð íslands í janúar 1946. Jafnframt sendiherrastörfum sínum í Frakklandi var Pétur áfram sendiherra í Sovétríkjunum, með aðsetur í París, og 1946 varð hann einnig sendiherra í Póllandi, Belgíu ogTékkóslóvakíu; á Ítalíu 1947; í Sviss, Spáni og Portúgal 1949; og loks á írlandi 1951. Það ár lét hann af sendiherraembættum í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Póllandi, en var áfram sendiherra í hinum löndunum, eða „annexíunum“ eins og hann kallaði þau, uns hann sneri heim og varð bankastjóri Landsbanka íslands vorið 1956. Auk þessa var Pétur aðalfulltrúi landsins við hinar þýðingarmiklu alþjóðastofnanir sem settar voru á fót í Evrópu á eftir- stríðsárunum, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) sem starfaði í París, og Evrópuráðið sem var í Strassborg, og sótti þar að auki ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins. Til að anna öllum þessum störfum hafði Pétur valinkunna sam- starfsmenn sem hann kaus sér sjálfur. Pétur Thorsteinsson var stað- gengill hans í Moskvu; Kristján Albertsson sá um sendiráðið í París 1946-48 og var þar sendiráðunautur til 1950; þá tók Henrik Sv. Björnsson við og síðar Haraldur Kröyer, en þeir voru jafnframt fasta- fulltrúar hjá Evrópuráðinu; og Hörður Helgason varð sendiráðsritari og fastafulltrúi í OEEC 1949.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.