Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 28
26
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
Og við þessar aðstæður þurfti Pétur Benediktsson að selja íslenskar
sjávarafurðir fyrir hæsta mögulega verð.
„Pétur vann kraftaverk á árunum eftir stríð, viðskiptasamningar
okkar við t.d. Tékkóslóvakíu, Pólland og Frakkland, sem á þeim tíma
voru m jög þýðingarmiklir, tókust fyrst og fremst fyrir hans harðfylgi og
dugnað,“ segir Pétur Thorsteinsson. —
Hinn 9. janúar 1946 gekk Pétur að eiga seinni konu sína, Mörtu,
dóttur Ingibjargar og Ólafs Thors. Dætur þeirra tvær fæddust báðar í
París: Ólöf 8. júlí 1948 og Guðrún 14. desember 1950. Ólöf er lög-
fræðingur að mennt og starfar sem héraðsdómari í Kópavogi, gift
Friðriki Pálssyni forstjóra SH, en Guðrún er taugalífeðlisfræðingur og
lektor við Háskóla íslands.
„Marta og Pétur Benediktsson voru um langt skeið stórglæsilegir
fulltrúar lands síns úti í heimi, tveir norrænir víkingar, sem fólk allra
þjóða laðaðist að vegna mannlegs hlýleika og heilbrigðs stolts,“ sagði
Ragnar í Smára.
Þau hjónin settust að í París, en þar opnaði Pétur sendiráð íslands í
janúar 1946.
Jafnframt sendiherrastörfum sínum í Frakklandi var Pétur áfram
sendiherra í Sovétríkjunum, með aðsetur í París, og 1946 varð hann
einnig sendiherra í Póllandi, Belgíu ogTékkóslóvakíu; á Ítalíu 1947; í
Sviss, Spáni og Portúgal 1949; og loks á írlandi 1951. Það ár lét hann af
sendiherraembættum í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Póllandi, en
var áfram sendiherra í hinum löndunum, eða „annexíunum“ eins og
hann kallaði þau, uns hann sneri heim og varð bankastjóri Landsbanka
íslands vorið 1956. Auk þessa var Pétur aðalfulltrúi landsins við hinar
þýðingarmiklu alþjóðastofnanir sem settar voru á fót í Evrópu á eftir-
stríðsárunum, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) sem
starfaði í París, og Evrópuráðið sem var í Strassborg, og sótti þar að
auki ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins.
Til að anna öllum þessum störfum hafði Pétur valinkunna sam-
starfsmenn sem hann kaus sér sjálfur. Pétur Thorsteinsson var stað-
gengill hans í Moskvu; Kristján Albertsson sá um sendiráðið í París
1946-48 og var þar sendiráðunautur til 1950; þá tók Henrik Sv.
Björnsson við og síðar Haraldur Kröyer, en þeir voru jafnframt fasta-
fulltrúar hjá Evrópuráðinu; og Hörður Helgason varð sendiráðsritari
og fastafulltrúi í OEEC 1949.