Andvari - 01.01.1988, Page 35
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
33
eigin reynslu um það, hver stoð smáríki eins og íslandi getur verið að
því að fá um mál sín fjallað í vinveittri alþjóðastofnun.“ —
Þegar Pétur lét af störfum sem aðalfulltrúi íslands í OEEC (1956)
var hann kvaddur með þessum orðum Sir Hugh Ellis-Rees stjórnar-
formanns stofnunarinnar:
„Þetta mun vera síðasti formlegi fundurinn sem íslenski fulltrúinn er
með okkur. Ég hygg hann þekki gjörla hug okkar sem hér sitjum — en
mér fannst ég ekki geta látið þessa stund hjá líða án þess að fara
nokkrum orðum um það langa og farsæla samstarf sem við höfum átt
við hann sem meðlim ráðsins. Hann er einn af frumherjunum og við
minnumst afskipta hans allt frá því þessi samtök komu fyrst saman. Að
dómi flestra er ísland býsna fjarlægt öðrum rík jum í samtökunum — en
sem fulltrúi lands síns hefur hann gert okkur Ijóst hvað ísland á í
rauninni margt sameiginlegt með okkur og telst með sanni til þeirra
Vestur-Evrópu-þjóða sem standa að O.E.E.C. Margur vandi sem við
höfum þurft að kljást við síðustu 8 árin hefur ekki varðað ísland miklu,
9n þegar málefni hafa snert landið — og sumt hefur sannarlega varðað
ísland sérstaklega miklu — þá hefur hann ávallt komið fram sem
frábær fulltrúi lands síns, hreinskiptinn og drenglundaður, mjög sann-
gjarn og þolinmóður, með vott af evrópskum samhug sem meðlimur
þessa ráðs gagnvart sínum eigin stjórnarvöldum. Mér þykir afar leitt að
hann skuli nú ætla að yfirgefa okkur — og ég er viss um að það þykir
okkur öllum. Ég vil að fundargerðin geymi þakklæti okkar til hans fyrir
ágætt samstarf og óskir honum til handa um velgengni í þeim störfum
sem hann tekst á hendur í framtíðinni.“
7
Pétur Benediktsson var bankastjóri Landsbanka íslands í 13 ár, frá
vori 1956 til dauðadags sumarið 1969.
Nokkru eftir að hann tók við störfum settist að völdum vinstri stjórn
Hermanns Jónassonar, sem kenndi sig við „vinnandi stéttir“, svo sem
kreppustjórn Hermanns hafði gert. í ræðu á árshátíð bankamanna í
desember 1956, sagði Pétur:
>,Á öld hinna vinnandi stétta er vart unnt að öðlast aumara hlutskipti