Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 41

Andvari - 01.01.1988, Page 41
ANDVARI PÉTUR BENEDIKTSSON 39 lærðu menn meira og betur en af því að vera leiddir hvert fótmál. Það hefur verið okkur, lögfræðingum bankans, lærdómsríkt að starfa undir stjórn Péturs, því að hann var afburðasnjall lögfræðingur sjálfur, þótt hann legði aldrei stund á lögfræðistörf sem slík/‘ Svanbjörn Frímannsson hafði starfað í Landsbanka íslands í 20 ár er Pétur kom þar til starfa og varð sjálfur einn af bankastjórunum 1957. Við lát Péturs lýsti Svanbjörn þeim umskiptum sem urðu í lífi hans við heimkomuna og brá upp þessari mynd af meðbankastjóra sínum: ,,Pétur varð fimmtugur í desember árið sem hann kom heim. Þá var honum og konu hans, Mörtu Ólafsdóttur Thors, haldið samsæti af fjölmennum hópi vina og kunningja. Það var ekki um að villast. Þar var kominn vænn hópur þeirra, sem áttu sendiherrahjónunum þökk að gjalda fyrir margvíslega aðstoð og gestrisni handan hafsins. Þeim, sem dvalið hefur fjarri fósturjörðinni í aldarfjórðung og þar með öll sín starfsár að lokinni skólavist, er gott að koma heim og finna, að hann kemur ekki sem ókunnur maður. Þó er þeim hinum sama mikill vandi á höndum. Hann kemur að nýju ábyrgðarmiklu starfi. Margt hefur breyst hér á 25 árum. Ný viðfangsefni blasa við, að flestu leyti ólík þeim, er fylgdu fyrra starfi. Til þess að vel takist, þarf meira en almenna starfshæfni. Það þarf yfirburða dómgreind, gætni og festu, samfara sterkum vilja til að læra og tileinka sér ný viðhorf. Pétur Benediktsson var þessum kostum búinn. Það var með ólíkind- um, hve fljótur hann var að kynnast sínu nýja starfi og hve auðvelt honum reyndist að mynda sér raunsæjar skoðanir á þeim viðfangs- efnum, sem daglega lágu fyrir til úrlausnar. Starfsfólk bankans lærði fljótt að meta verðleika hins nýja húsbónda og sama varð sagt um fjölmarga viðskiptamenn bankans. Annað kom hér til, sem mörgum íslendingum var kunnugt frá fyrra starfi Péturs, en fljótt varð bæjar- og landsfleygt eftir komu hans hingað. Það var kímnigáfa hans og hæfileiki til að sjá skoplegar hliðar málefnanna. Ég minnist fjölmargra funda, þar sem erfið vandamál voru á dagskrá, að Pétur brá á gamanmál, sem létti skap fundarmanna °g málin reyndust auðveldari úrlausnar eftir en áður. Hvar sem Pétur Benediktsson kom eða fór, fylgdi honum hressandi gustur. Það fór ekki hjá því að sumum fyndist þessi gustur kaldur, er hann blés um þá og þeirra málefni. Ef til vill hefur óvægni, nokkuð um °f, ráðið þessum gustkulda og skiljanlegt að slíkt komi fyrir hjá kappsfullum persónuleika. Hitt vissu fjölmargir vinir og kunningjar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.