Andvari - 01.01.1988, Page 43
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
41
um þær mundir voru það aðeins þeir tveir flokkar sem voru reiðubúnir
að grípa til þeirra ráðstafana sem dugðu til að laga íslenskan þjóðar-
búskap að nútíma háttum á Vesturlöndum. Þá lét Pétur sjálfstæðismál
Islands mjög til sín taka á þessum kalda-stríðsárum og varaði ákaflega
við útþenslu Rússaveldis. Árið 1958 stofnaði hann samtök um
vestræna samvinnu og var formaður þeirra til 1965.
Nokkrum snjöllustu greinum Péturs frá þessum árum, 1956-59, var
safnað í greinasafn hans, Milliliður allra milliliða —og aðrar hugvekjur
um þjóðmál, sem Helgafell gaf út 1959. Af ritsmíðum hans öðrum en
skýrslum, ræðum og ritgerðum við ýms tækifæri, má nefna þýðingu á
endurminningum Jóns Krabbe, Frá Hafnarstjórn til lýðveldis, sem út
kom hjá Almenna bókafélaginu 1959, og geysimikið safn af óprentuð-
um ættartölum sem Pétur skrifaði sér til gamans. Þar á meðal er
Kortsœtt — Handbók Írafells-Móra sem Pétur tók saman til að hjálpa
Móra að henda reiður á sínu fólki, hverjum hann gæti fylgt, og einnig til
að safna í einn stað hinum fjölmörgu Móra-sögum. Handbók Irafells-
Móra er í þrem þykkum lausblaðamöppum og víða bráðskemmtileg
lesning.
„Hann var einhver ritfærasti íslendingur sinnar kynslóðar,“ sagði
Gils Guðmundsson um Pétur: Skoðanir hans ,,og lífsviðhorf mótuðust
af hressilegri íhaldssemi í aðra röndina en frjálslyndi og jafnvel mikilli
róttækni í hina. Á svipaðan hátt var málfar hans og stíll í ræðu jafnt sem
riti skemmtileg blanda gamallar hefðar og frumleika.“
Og Sverrir Kristjánsson skrifaði: „Svo sem að vonum var, gafst Pétri
Benediktssyni ekki mikið tóm til ritstarfa, en það sem eftir hann liggur
sýnir ljóslega, að hann var gæddur afburða-hæfileikum í ræðu og rituðu
máli. Einkum var honum ádeiluformið nærtækt: hin meitlaða setning í
mótum háðs og spotts. Tilsvör hans mörg urðu að andartaki liðnu
almenningseign.“
Pessir hæfileikar Pétur nýttust honum vel sem stjórnmálamanni —
en því miður varð frami hans á þeim vettvangi ekki sá sem hann sjálfur
°g ýmsir fleiri hefðu kosið. Hann ætlaði sér í framboð 1959 — en það
var ekki fyrr en 1967 sem pláss var fyrir hann á framboðslistum
Sjálfstæðisflokksins.
Þegar auðsætt var að bið yrði á stjórnmálaframa hans, tók Pétur að
gefa sig að margskonar félagsstússi meðfram störfum sínum í Lands-
banka íslands. Hann var kjörinn í stjórn Hins íslenska fornritafélags
1959, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1959-60, skipaður í