Andvari - 01.01.1988, Side 49
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
47
hvar maður ætti að setja nýja flokkinn. Mér finnst Sjálfstæðisflokkur-
inn vera ákaflega frjálslyndur flokkur. Auðvitað má bæta hann eins og
öll mannanna verk.“
Um óánægju almennings með stjórnmálaflokkana: „Almenningur
er ekki óánægður með stjórnmálaflokkana, en þegar almenningur er
óánægður með útlitið og horfurnar um lífskjörin, hræddur við það, sem
framundan er, þá er alltaf leitað að mannlegum syndaselum. Þetta
hefur verið svona, þetta er ekkert nýtt fyrirbæri hér, það verður alltaf
haldið áfram að reyna að kenna einhverjum um náttúrulögmálin.“
Péturs Benediktssonar naut ekki lengi við á þingi. Sumarið 1969
veiktist hann af matareitrun á ferðalagi í Portúgal — og hálfum mánuði
síðar var hann allur. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 29. júní
1969, 62ja ára að aldri.
9
Samantekt þessi er að því leyti frábrugðin Andvara-greinum síðari ára
að höfundur hennar hafði engin persónuleg kynni af þeim sem hann
ritar um. En eftir Pétur Benediktsson liggur ógrynni af skrifuðu máli,
bréfum, skýrslum, ræðum og blaðagreinum, sem nær allt er öðrum
þræði sjálfslýsing, þ.e. viðfangsefnið er hverju sinni það sem Pétur er
að fást við þá stundina, eða tengt reynslu hans, og ritháttur hans jafnan
mjög persónulegur. Höfundur brá því á það ráð að blanda sér sem
minnst í söguna og láta Pétur sjálfan um að skýra sjónarmið sín og
ástæður — en skjóta síðan inn, þar sem við átti, umsögnum mætra
manna sem höfðu náin kynni af Pétri og störfum hans. Hér hefur verið
farið fljótt yfir sögu og rúmsins vegna orðið að fella burt fjölda bráð-
skemmtilegra og fróðlegra kafla úr bréfum Péturs og skýrslum. Pað
bíður síns tíma að gera þeim verðug skil — sem og þeim mörgu
smásögum sem ganga af Pétri og fyndnum tilsvörum hans og tæpast
eiga heima í stuttu yfirliti um ævistarf hans.
J óhannes Nordal hefur ritað svo um Pétur Benediktsson — og sýnist
þar orðað einróma álit þeirra sem kynntust honum best:
„Það sem mér er einkum minnisstætt um Pétur umfram aðra menn,
sem ég hef átt samleið með um ævina, var lífsþróttur hans og glaðværð,
fögnuðurinn yfir því að vera til. Jafnframt því að vera allra manna