Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 59

Andvari - 01.01.1988, Page 59
ANDVARI HARMLEIKJASKÁLDOG PRÉDIKARI 57 réttsýni sinni og valdsmennsku og fórnar í blindni þeirri mannveru sem honum er kærust. Kamban dregur af miklum næmleik upp mynd þeirra andstæöu hvata sem togast á í meistara Brynjólfi og reka hann út í ógæfuna, svo að maður fínnur í senn til þeirrar skelfingar og vorkunnsemi sem spakur maður segir aðal tragískrar lifunar. Brynjólfur biskup verður sannarlega ekkert ofurmenni í meðförum Kambans, heldur dæmi um takmarkanir mannlegs mikilleika, líkt og þeir Ödipús konungur og Lér urðu í höndum sinna höfunda. Eins og fyrr er á drepið verður dvöl Guðmundar Kambans í Ameríku árin 1915—17 til þess að hann endurfæðist sem skáld. Ameríkuvistin hefur ugg- laust verið mörkuð vonsvikum, en afleiðingar hennar eru engu að síður jákvæðar: rómantísk hula æskuáranna sviptist burt í þeim nöpru vindum sem blása í samfélagi auðhyggju og arðráns og Kamban heldur aftur til Danmerk- ur með ný yrkisefni að vinna úr, nýjan tilgang fyrir skáldskap sinn. Hann birtist nú sem ótrauður baráttumaður réttlætis og mannúðar sem vill vekja sljóa samvisku samborgaranna, opna augu þeirra fyrir þeirri ógæfu með- bræðranna sem þeir bera sjálfir ábyrgð á með sjálfshyggju og sinnuleysi. Dauðarefsingar, og raunar allar refsingar, eru honum sérstakur þymir í augum, eins og Marmari, Vér morðingjar og Ragnar Finnsson bera glöggt vitni um; þær eru skýrasta dæmið um tvöfeldni og siðferðilega rotnun þess samfélags sem með eigin ófullkomleik hrindir mönnum út á glæpabrautina og varpar síðan allri sök á þá sjálfa. Guðmundur Kamban gengur langt í því að sýkna hinn sakfellda og þó að boðskapur hans eigi sem slíkur samúð skilið þá er litlum vafa undirorpið að hin göfuga barátta varð skáldskap hans sjálfs að lokum lítt til framdráttar. í verkum eins og Ragnari Finnssyni, Pess vegna skiljum við, Stjörnum öræfanna og Sendiherranum frá Júpíter gerist prédik- arinn æ fyrirferðarmeiri og frekari við skáldið og mannþekkjarann. Persón- umar verða einfaldaðar og litlausar táknmyndir, málpípur hugmynda og viðhorfa; veruleikamyndin svarthvít; boðunin aðalatriðið, listin þjónn hins góða málstaðar. Því fer auðvitað víðs fjarri að Kamban sé að þessu Ieyti einn á báti; þetta voru tímar mikilla stéttaátaka og ekkert óeðlilegt við það þó að skáld og listamenn létu hrífast af baráttunni. Er t.d. dálítið athyglisvert að samtímamaður Kambans og öllu frægari skáldbróðir, Bertolt Brecht, fer að ýmsu leyti ekki ósvipaða braut: leggur um skeið list sína undir í þágu hugsjóna og þjóðfélagslegrar gagnrýni, en rís síðar í fulla hæð sem harm- leikjaskáld í leikritunum um Galileo Galilei og Mutter Courage. Á líkan hátt lánaðist Guðmundi Kamban ekki heldur að skapa á ný fullgóðan skáldskap fyrr en honum tókst að hrista af sér klafa prédikarans og finna sér yrkisefni í voldugan harmleik. Pað er fjarri mér að vanmeta gildi hins raunsæislega ádeiluskáldskapar fyrir skáldþroska Guðmundar Kambans; ádeilan fyllti list hans nýjum þrótti og dýpt og hjálpaði honum að brjótast út úr uppdagaðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.