Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 68

Andvari - 01.01.1988, Side 68
66 GYLFI GRÖNDAL ANDVARI Á þessum dýrðardögum varð ég æ hugfangnari af því sem bar fyrir augu mér undir beru lofti. Jörð var sem óðast að lifna, tún orðin algræn og daufgrænum lit tekið að slá á engi og haga, eyjarnar í Álftavatni og bjarkir og kjörr í mishæð- óttu hrauninu handan vatnsins. Brátt sýndist mér allur gróður þróttmeiri og fjölbreytilegri á Torfastöðum en Litla-Hálsi. Og mér er nær að halda, að það hafi ekki verið nein ímyndun, enda þótt ég ætti stundum erfitt með að greina draum frá veruleika. Um fugla á Torfastöðum gegndi svipuðu máli og um gróður, að þeir voru mun fleiri að tölu og tegundum en á Litla-Hálsi. Vafalaust kom það til af hólm- um og vikum Álftavatnsins ásamt víðáttumiklu starengi með lænum og keldum. Álftir og gæsir kunnu vel að meta stör, en óðinshanar vatnsvikin og tangana, svo að dæmi séu nefnd. Og lækirnir! Drottinn minn góður! Hvílíkir lækir á Torfastöðum! Ég kynntist þeim hverjum af öðrum, þegar égfór að huga að kindum, hlaupa uppi lömb, sem gróið hafa fyrir, skeina þau með mosa og nudda þau síðan með skrælþurrum moldarsalla úr barði, svo að ekki greri fyrir þau aftur. Þessi hjálp við lömb í nauðum var oftast veitt nálægt rótum Ingólfsfjalls. Sumir lækjanna áttu þar upptök sín í silfurtærum hljóðlátum lindum, þaðan sem þeir hófu ferð sína niður á engjar og út í Álftavatn. Á leiðinni niður á flatlendið tóku þeir lagið, þáðu vatn úr dýjum og veitum, buðu smásprænur velkomnar í ferðalagið með sér - og efldust þannig að afli og sönglist. Stundum hurfu þeir snöggvast undir yfirborð jarðar, rétt eins og lækirnir á Litla-Hálsi; en þegar kom niður á flatt starengið, stilltust þeir og liðu fram síðasta spölinn að vikum Álfta- vatns — hæglátir og hátíðlegir eins og kirkjugestir. Annað árið okkar á Torfastöðum tók ég ósjaldan með mér færi, þegar ég gekk til kinda og renndi í hylji og pytti að loknum skylduverkum. Stöku sinnum bar það við, að ég þóttist heldur en ekki maður með mönnum, þegar heim kom; hafði orðið svo fengsæll, að bröndurnar nægðu okkur í soðið. Lað kom sér vel, enda þótt við liðum aldrei beinan skort á Torfastöðum í basli og kreppu. Og ekki dró veiðiskapur úr töfrum og aðdráttarafli lækjanna, Álftavatns og Sogs. Steingrímur Gíslason á Torfastöðum, leikfélagi minn og vinur, fór fljótt að taka þátt í því með mér að renna fyrir silungsbröndur í lækjum og lænum. Þegar ég var heima hjá foreldrum mínum á sumrin eftir að ég var uppkom- inn, lögðum við Steingrímur ekki leið okkar að blessuðum lækjunum, heldur niður að Sogi; óðum út í bláan strauminn og vorum nú ekki með ótraust færi undin upp á spýtu, heldur veiðistengur. Trúlegt þykir mér, að torveldar ráðgátur um lífið og tilveruna hafi verið víðs fjarri okkur félögunum, þegar við vorum um og innan við tvítugt að sveifla stöngum okkar og vonast eftir að verða varir; draga vænan lax eða silung úr bláum straumi Sogsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.