Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 71

Andvari - 01.01.1988, Page 71
ANDVARI „ÉG MINNIST PVÍNÆR DAG HVERN BERNSKU MINNAR" 69 Vitaskuld var faðir minn andvígur þessu flani, og lái honum hver sem vill. Ekki geri ég það! Þetta var í kreppunni miðri, og hún hafði heldur betur komið við hjá okkur eins og öðrum fátæklingum. Auk þess höfðu þrjár systur mínar fengið svo slæma hryggskekkju að senda varð þær til lækninga í Reykjavík. Ein hafði fengið fullan bata hjá öðlingnum Jóni Þorsteinssyni, en tvær voru einmitt til lækninga hjá honum haustið 1933. Var ekki von, að faðir minn væri áhyggjufullur? Móðir mín var draumlyndari en hann og því hvergi nærri eins raunsæ. Hún var fíngerð kona og viðkvæm. Baslið hafði gengið miklu nær henni en föður mínum. Hún trúði því, að ég mundi pluma mig og verða með guðs hjálp það sem mig langaði til að verða. Eg hafði kynnst Aðalsteini heitnum Sigmundssyni, þegar hann var vörður í Þrastaskógi á sumrin, og borið undir hann sumt af pári mínu. í nóvember 1933 hafði ég rubbað upp alllangri skáldsögu og sýndi Aðalsteini hana. Mér til mikillar skelfingar ráðlagði hann mér eindregið að geyma hana; taldi öll tormerki á því, að ég fengi hana útgefna. Hins vegar ráðlagði hann mér skilyrðislaust að halda áfram skriftum og semja til að mynda stuttar sögur. Eg vissi, að Aðalsteinn var mér vinveittur og réð mér heilt. Ég skrifaði því í hendingskasti allmargar barnasögur og fór með syrpuna til Ólafs Bergmanns Erlingssonar prentara og bókaútgefanda. Á meðan hann var að athuga handritið, bauð hann mér vinnu — að ganga í hús ogselja fyrirsigforlagsbækur. Ég varðþví feginn, endaþótt salan væri treg, því að eitthvað var betra en ekkert. Síðan ákvað Ólafur að gefa út obbann af syrpu minni, og aðra barnabók, ef þessi gengi vel. Eins og nærri má geta hýrnaði yfir mér. Og oft hef ég hugsað hlýlega til nafna míns, konu hans og barna, sem öll sýndu mér góðvild. Verra gat það verið Þegar Ólafur Jóhann hafði gefið út barnabækurnar vinsœlu, Við Álftavatn 1934 ogUm sumarkvöld 1935 ogSkáldsöguna Skuggarnir afbœnum 1936, sigldi hann til Kaupmannahafnar. Um leið og hann hófað segja frá þessari fyrstu utanför sinni, sleppti hann blöðunum og lýsti skemmtilega fyrstu kynnum sínum afJóni Uelgasyni prófessor: Já, ég sigldi héðan á jólaföstu 1936 og hafði farareyri, sem var miðaður við tveggja mánaða dvöl í Höfn. Vinur minn einn, Sigurður Guðmundsson, hvatti mig til þess sumarið 1936 að fara þessa ferð til að víkka sjóndeildarhring minn. Sjálfur ætlaði hann aftur 61 Hafnar um haustið, þar eð hann stundaði jarðfræðinám við háskólann þar, °g kvaðst því geta leiðbeint mér, á meðan ég væri öllu ókunnur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.