Andvari - 01.01.1988, Page 78
76
GYLFI GRÖNDAL
ANDVARI
og lesið yfir þær þýðingar á verkum mínum, sem gefnar hafa verið út á þeim
málum.
Ennfremur hef ég svarað fyrirspurnum tveggja þýskra þýðenda, sem báðir
eru miklir færleikamenn. í hitteðfyrra svaraði ég fyrirspurnum frá Bruno
Kress, sem þá var að þýða Seið og hélog, og í fyrra og allt til þessa dags fyrir-
spurnum hans vegna Dreka og smáfugla, sem hann byrjaði að þýða, þegar hann
hafði lokið við Seið og hélog. Nákvæmni dr. Kress og samviskusemi er aðdáun-
arverð, og hið sama má segja um dr. Ove Gustavs, sem þýtt hefur eftir mig þrjár
bækur, meðal annars Gangvirkið.
I fyrra bar ég saman við frumtexta kvæðaúrval eftir mig í enskri þýðingu,
einnig Bréf séra Böðvars og um 240 blaðsíðna úrval úr smásögum mínum. Og
nú er ég að bera Hreiðrið á ensku saman við frumtexta. Þýðandi allra þessara
bóka er dr. Alan Boucher, sem naumast þarf að kynna.
Ef ég get orðið hálærðum og stórsnjöllum þýðendum eins og þremur ofan-
greindum mönnum að einhverju liði, er mér það bæði ljúft og skylt, þótt tíma-
frekt sé.
Að lokum: Hvað ertu aðfást við umþessar mundir? Er von áskáldsögu innan
skamms eða kannski nýrri Ijóðabók?
Ef ég kveð eitthvað tii viðbótar við það sem ég á, þá getur vel verið að ég hói
saman nokkrum kvæðaskjátum í bók, áður en mörg ár líða.
Ég er einnig að semja skáldsögu, búinn að fullvinna tvoþriðju hluta hennar,
en á síðasta sprettinn eftir.
Hins vegar er ég farinn að eldast og þreytast, og heilsufar mitt er með þeim
hætti um þessar inundir, að ég get öngvu um það spáð, hvenær ég lýk sögunni.