Andvari - 01.01.1988, Síða 84
82
STEFÁN BJARMAN
ANDVARI
legt verkefni fyrir mig til að dreifa sjálfsáhyggjum mínum, en þær voru miklar,
eins og títt er hjá oss karlmönnum þegar eitthvað bjátar á. Og af því þú þekktir
mig svo vel vissirðu að ekki þýddi að stinga upp á öðru en einhverju sem ég
hafði áhuga á, og sem væri þungt, og þessvegna valdirðu þessa bók. (En þetta
að það þyrfti að veraþungt\ar alveg guðsatt hjá þér. Það er einhver óskiljanleg
árátta á mér, líklega einhver tegund af ofdrambi, ég veit það ekki. En einu sinni
ætlaði ég að vinna mér hlutina létt og þýða auðveldan familíureyfara sem nokk-
urn veginn var sama hvernig skeiðað var í gegnum, ef haldið var frambærilegu
málfari og góðu „tempói“ eins og bridgespilamenn segja, en áður en bókin var
hálfnuð var ég löngu guggnaður og skilaði henni í skyndingu af mér til annars
manns).
Jæja, þessu lyktaði eins og þú vissir. Ég reið bílleiðis til baka til Norðurlands
míns og hugsaði málið um hríð, las bókina aftur og aftur um haustið og velti
henni fyrir mér eins og afsleppu steintaki, eiginlega án þess að eygja nokkrar
viðhlítandi starfsleiðir. En þú hafðir valið vel, þinn þrjótur. Bókin freistaði mín
meir og meir, hún settist að í huga mér og ofsótti mig, og á ákveðnu augnabliki
hrökks eða stökks varð það úr að ég stökk - og tók bókina að mér.
Veturinn næstan á eftir dvaldi ég langdvölum í Reykjavík, fyrst sem rólfær
sjúklingur á læknabiðstofum og svo á þriðja mánuð sem spítalamatur, og eins
og ævinlega áður þegar ég dvaldi í Reykjavík varst þú aðalathvarf mitt. Meðan
ég var á fótum kom ég heim til þín á hverju kvöldi, og meðan ég lá heimsóttir þú
mig, sjálfur sjúkur og lasburða, svo að segja daglega. — Ég kom oftast til þín
snemma á kvöldvökunni, rétt eftir mat, einni stundu eða tveimur áður en gestir
hússins tóku að streyma að. Það hafði ég ætíð gert. Það var bezti tíminn. Húsið
var hlýtt og opið á milli stofanna og fram í eldhúsið, þar sem vatnið í kvöldkaff-
ið sauð á stónni, og það var friður og öryggi og trúnaður sem ekki er hægt að
lýsa. Oft sátum við sinn hvoru megin við borðið í innri stofunni og lögðum báðir
kabala og sögðum aðeins orð og orð á stangli, en það voru samt mjög fullkomn-
ar samræður. Eða við spiluðum eitthvað á grammófóninn sem öðrum hvorum
okkar var hugstætt þá stundina. Eða við tókum okkur skorpu og rifumst. Það
var mjög gaman. Það var eins konar vinsamleg íþrótt, skylmingar, sem þú
kunnir allra manna bezt, hlífðarlausar að vísu, en sem aldrei meiddu eða særðu
og aldrei yfirstigu ákveðin drengskaparmörk sem lágu í loftinu í húsi þínu. En
langoftast töluðum við um BÓKINA - Hverjum klukkan glymur - eins og við
strax umtalslaust kölluðum hana, en það nafn hafði Halldór Laxness gefið
henni í formála fyrir Vopnum kvöddum. Það er að segja, ég talaði og þú hlust-
aðir og skauzt inn orði og orði á stangli. En mest þagðirðu, og þannig var það
líka bezt. Aldrei á ævi minni man ég eftir að þú legðir mér lífsreglur eða gæfir
mér orðuð ráð, en af engum manni hef ég þó þegið eins mörg og góð ráð. — Og
stundum var ég vondur og hafði allt á hornum mér og sagði: þetta er vitlaus
bók, og hvaða helvítis máti er þetta af manninum að afskræma málfar sitt til að