Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 84

Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 84
82 STEFÁN BJARMAN ANDVARI legt verkefni fyrir mig til að dreifa sjálfsáhyggjum mínum, en þær voru miklar, eins og títt er hjá oss karlmönnum þegar eitthvað bjátar á. Og af því þú þekktir mig svo vel vissirðu að ekki þýddi að stinga upp á öðru en einhverju sem ég hafði áhuga á, og sem væri þungt, og þessvegna valdirðu þessa bók. (En þetta að það þyrfti að veraþungt\ar alveg guðsatt hjá þér. Það er einhver óskiljanleg árátta á mér, líklega einhver tegund af ofdrambi, ég veit það ekki. En einu sinni ætlaði ég að vinna mér hlutina létt og þýða auðveldan familíureyfara sem nokk- urn veginn var sama hvernig skeiðað var í gegnum, ef haldið var frambærilegu málfari og góðu „tempói“ eins og bridgespilamenn segja, en áður en bókin var hálfnuð var ég löngu guggnaður og skilaði henni í skyndingu af mér til annars manns). Jæja, þessu lyktaði eins og þú vissir. Ég reið bílleiðis til baka til Norðurlands míns og hugsaði málið um hríð, las bókina aftur og aftur um haustið og velti henni fyrir mér eins og afsleppu steintaki, eiginlega án þess að eygja nokkrar viðhlítandi starfsleiðir. En þú hafðir valið vel, þinn þrjótur. Bókin freistaði mín meir og meir, hún settist að í huga mér og ofsótti mig, og á ákveðnu augnabliki hrökks eða stökks varð það úr að ég stökk - og tók bókina að mér. Veturinn næstan á eftir dvaldi ég langdvölum í Reykjavík, fyrst sem rólfær sjúklingur á læknabiðstofum og svo á þriðja mánuð sem spítalamatur, og eins og ævinlega áður þegar ég dvaldi í Reykjavík varst þú aðalathvarf mitt. Meðan ég var á fótum kom ég heim til þín á hverju kvöldi, og meðan ég lá heimsóttir þú mig, sjálfur sjúkur og lasburða, svo að segja daglega. — Ég kom oftast til þín snemma á kvöldvökunni, rétt eftir mat, einni stundu eða tveimur áður en gestir hússins tóku að streyma að. Það hafði ég ætíð gert. Það var bezti tíminn. Húsið var hlýtt og opið á milli stofanna og fram í eldhúsið, þar sem vatnið í kvöldkaff- ið sauð á stónni, og það var friður og öryggi og trúnaður sem ekki er hægt að lýsa. Oft sátum við sinn hvoru megin við borðið í innri stofunni og lögðum báðir kabala og sögðum aðeins orð og orð á stangli, en það voru samt mjög fullkomn- ar samræður. Eða við spiluðum eitthvað á grammófóninn sem öðrum hvorum okkar var hugstætt þá stundina. Eða við tókum okkur skorpu og rifumst. Það var mjög gaman. Það var eins konar vinsamleg íþrótt, skylmingar, sem þú kunnir allra manna bezt, hlífðarlausar að vísu, en sem aldrei meiddu eða særðu og aldrei yfirstigu ákveðin drengskaparmörk sem lágu í loftinu í húsi þínu. En langoftast töluðum við um BÓKINA - Hverjum klukkan glymur - eins og við strax umtalslaust kölluðum hana, en það nafn hafði Halldór Laxness gefið henni í formála fyrir Vopnum kvöddum. Það er að segja, ég talaði og þú hlust- aðir og skauzt inn orði og orði á stangli. En mest þagðirðu, og þannig var það líka bezt. Aldrei á ævi minni man ég eftir að þú legðir mér lífsreglur eða gæfir mér orðuð ráð, en af engum manni hef ég þó þegið eins mörg og góð ráð. — Og stundum var ég vondur og hafði allt á hornum mér og sagði: þetta er vitlaus bók, og hvaða helvítis máti er þetta af manninum að afskræma málfar sitt til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.