Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Síða 87

Andvari - 01.01.1988, Síða 87
andvari BRÉFTIL LÁTINS VINAR MÍNS - MFÐ VIÐAUKA 85 Sveinbjörnsson (Svörfuður), sem strax hafði setzt í 4. bekk árinu áður, en ég orðið að bíða eitt ár til að vinna mér inn svolitla aura, þar sem foreldrar mínir voru blásnauðir og gátu ekkert styrkt mig, hafði lofað að vera búinn að útvega mér fæði og húsnæði, og beið mín á gömlu steinbryggjunni þegar Asna-Geiri ferjumaður hafði skotið mér í land frá skipshlið. Tryggvi tók öðrum megin und- ir koffort mitt og leiddi mig eftir þröngum og krókóttum götum þar til við kom- um að tvílyftu timburhúsi, sem þá bar númerið Garðastrœti 4, og leiddi mig þar inn, og kvaðst sjálfur búa þar og hafa búið veturinn áður, og hefði nú ráðið mér þar herbergi og fæði. Þar tók á móti mér miðaldra kona lágvaxin, hölt en hvat- leg í spori og bauð mig hjartanlega velkominn, og kvaðst heita Una Gísladóttir. Þetta var semsé hið (seinna) fræga Unuhús, sem enn stendur, en ber nú númer- ið 15 við Garðastræti að mig minnir. (Innskot: Ég hét þá mínu rétta nafni, Stefán Árnason, en nokkrum árum síðar gaus upp hið heiftarlega ættarnafna- stríð-já svo sannarlega var það heittstríð, og menn skiptust í fylkingar með og mót. Ég var strax (og er raunar enn) mjög andvígur ættarnöfnum, en á árunum 1917 og 1918 hafði eldri bróðir minn, Sveinn, verið starfsmaður hjá Land- mandsbanken í Kaupmannahöfn, og leiðzt þar til að taka upp Bjarmans- nafnið. Á næstu árum eftir að hann kom heim, 1919-1923, bjuggum við saman í Reykjavík, og eignuðumst sameiginlega vini og kunningja, og aldrei linnti lát- um að spyrja hvers vegna við hétum ekki sama nafni, hvort við værum hálf- bræður & cetera, svo að lokum gafst ég upp og tók þetta béfans nafn, mest af því að mjög kært var með okkur bræðrum. Árni prófessor Pálsson, sem ég um- gekkst mikið um þær mundir, kallaði migoft Bje-jarman, mér til svívirðu!) Vík ég þá aftur að Unuhúsi; við Tryggvi bjuggum þar einir skólapilta þann vetur, en miklu fleiri borðuðu þar, ýmist að staðaldri, eða máltíð og máltíð, þar bæði bjó °g kom ótrúlegt kraðak af fólki, og allir voru velkomnir meðan Una átti matar- bita, en á því var oft misbrestur og sultur í búi, en svo komu veizlur á milli þegar hljóp á snærið. Hvílíkt sukk! Fyrstu dagana varð ég varla var við Erlend, soninn í húsinu, hann borðaði aldrei með okkur, heldur í innra herberginu inn af eldhúsinu, og hafðist þar mest við, enda átti það eftir að verða svefnherbergi hans til æviloka. En á ein- hvern dularfullan hátt mynduðust fljótt allnáin kynni með okkur, og ekki leið á löngu þar til ég var þegjandi og hljóðalaust fluttur inn í innri stofuna og matað- !st eftir það með Erlendi, og smám saman myndaðist með okkur órofa vinátta sem hélzt óslitið til dauða hans. - Eiginlega hef ég aldrei skilið til fulls hvernig þetta gerðist. Ég var honum töluvert yngri að árum, feiminn og dulur introvert, eins og ég hef verið alla ævi (nema áður fyrr við brennivín), hreinasta Gudsord fra Landet; hann var mér miklu fremri að þroska, þótt hann hefði ekki notið umtalsverðrar skólagöngu. Jú, kannski mátti nefna tvennt sem laðaði okkur saman: Ég var uppalinn í sveit til fermingaraldurs, á Reykjum í Skagafirði, sem var annexía frá Mælifelli, og pabbi var organisti í öllum kirkjum (4) sóknarinn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.