Andvari - 01.01.1988, Page 101
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
„Stabat Mater dolorosa“
Um Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur
Ég vil heldur nota hugtakið „lestur“ en hugtakið „greiningu“ til að undir-
strika að túlkun mín á Gunnlaðarsögu1 eftir Svövu Jakobsdóttur er persónu-
bundin, er það sem ég og textinn höfum að segja hvort við annað. Aðrir
kunna að túlka Gunnlaðar sögu ,á annan hátt og þær túlkanir eiga að sjálf-
sögðu jafn mikinn rétt á sér og mín.
Þó hef ég heyrt eina túlkun á þessari bók sem á ekki rétt á sér að mínu mati
'— sem ég hika ekki við að segja að sé röng — en hún felst í því að túlka átök
Gunnlaðar sögu sem tvíhyggju (dualisma) og lesa bókina sem verk um
baráttu góðs og ills. Átök Gunnlaðar sögu eru ekki af því tagi. Bókin fjallar
vissulega um andstæður og átök en út úr þeim átökum þróast uppástunga um
þriðju leiðina, um nýja hugsun og öðru vísi skilgreiningar. Um það verður
fjallað hér á eftir.
Ég dreg inn í umræðuna þær fræðikenningar sem að gagni koma, en mest
þer þó á búlgarsk-franska sálgreinandanum Juliu Kristevu (sem er að verða
Islendingum að góðu kunn).2 Ástæðan fyrir því að ég dreg kenningar
Kristevu svo mjög inn í lesturinn á Gunnlaðarsögu Svövu Jakobsdóttur er sú,
að þessir tveir höfundar hugsa ekki ólíkt um ástina, valdið og hið skapandi
orð.
Gunnlaðar saga
Sögumaðurinn í Gunnlaðar sögu er vel stæð, miðaldra kona. Hún er á leið
heim frá Kaupmannahöfn í flugvél ásamt dóttur sinni, Dís, og tveimur
gæslumönnum hennar. Saga móðurinnar er upprifjun á því sem gerðist í
Kaupmannahöfn um sumarið.
Dóttirin hefur verið tekin föst þar sem hún var að ræna forngrip á Þjóð-
minjasafni Dana, gullkeri, ómetanlegu til fjár. Móðirin heimsækir hana á
hverjum degi í fangelsið og hlustar á sögu dótturinnar sem er sjálfstæð
frásögn í verkinu, sögð í þriðju persónu fyrst af móðurinni en síðan í fyrstu
Persónu af Dís.