Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Síða 101

Andvari - 01.01.1988, Síða 101
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR „Stabat Mater dolorosa“ Um Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur Ég vil heldur nota hugtakið „lestur“ en hugtakið „greiningu“ til að undir- strika að túlkun mín á Gunnlaðarsögu1 eftir Svövu Jakobsdóttur er persónu- bundin, er það sem ég og textinn höfum að segja hvort við annað. Aðrir kunna að túlka Gunnlaðar sögu ,á annan hátt og þær túlkanir eiga að sjálf- sögðu jafn mikinn rétt á sér og mín. Þó hef ég heyrt eina túlkun á þessari bók sem á ekki rétt á sér að mínu mati '— sem ég hika ekki við að segja að sé röng — en hún felst í því að túlka átök Gunnlaðar sögu sem tvíhyggju (dualisma) og lesa bókina sem verk um baráttu góðs og ills. Átök Gunnlaðar sögu eru ekki af því tagi. Bókin fjallar vissulega um andstæður og átök en út úr þeim átökum þróast uppástunga um þriðju leiðina, um nýja hugsun og öðru vísi skilgreiningar. Um það verður fjallað hér á eftir. Ég dreg inn í umræðuna þær fræðikenningar sem að gagni koma, en mest þer þó á búlgarsk-franska sálgreinandanum Juliu Kristevu (sem er að verða Islendingum að góðu kunn).2 Ástæðan fyrir því að ég dreg kenningar Kristevu svo mjög inn í lesturinn á Gunnlaðarsögu Svövu Jakobsdóttur er sú, að þessir tveir höfundar hugsa ekki ólíkt um ástina, valdið og hið skapandi orð. Gunnlaðar saga Sögumaðurinn í Gunnlaðar sögu er vel stæð, miðaldra kona. Hún er á leið heim frá Kaupmannahöfn í flugvél ásamt dóttur sinni, Dís, og tveimur gæslumönnum hennar. Saga móðurinnar er upprifjun á því sem gerðist í Kaupmannahöfn um sumarið. Dóttirin hefur verið tekin föst þar sem hún var að ræna forngrip á Þjóð- minjasafni Dana, gullkeri, ómetanlegu til fjár. Móðirin heimsækir hana á hverjum degi í fangelsið og hlustar á sögu dótturinnar sem er sjálfstæð frásögn í verkinu, sögð í þriðju persónu fyrst af móðurinni en síðan í fyrstu Persónu af Dís.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.