Andvari - 01.01.1988, Side 104
102
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
ANDVARI
Prisvar sinnum er móðirin spurð: „Hver var hún eiginlega þessi
Gunnlöð?“ og þrisvar svarar hún, sjálfkrafa: „Óðinn stal frá henni skáld-
skapnum“. Svarið er sjálfkrafa, það vitnar um ómeðvitaða þekkingu sem
hefur verið bæld, er dulvituð, þekkingu sem á heima í landi sektarinnar. Pess
vegna vísar móðirin henni frá sér — afneitar henni þrisvar, með því að
krefjast þess að dóttirin verði úrskurðuð geðveik. Svik hennar við dótturina
og sjálfa sig eiga sér stað í upphafi frásagnarinnar, en í rás sagnanna tveggja
verður móðurinni smám saman ljóst í hverju svik hennar felast.
Pað er tími kvennanna, hinn hringlaga tími og tími eilífðarinnar sem Svava
Jakobsdóttir notar í byggingu Gunnlaðar sögu. Form sögunnar er hringur, í
lok bókarinnar erum við komin aftur að upphafi hennar, en ekki til þess að
loka hringnum heldur til þess að opna nýjan hring. Innan þessa ramma
hreyfist frásögnin í hringlaga mynstri í tíma og rúmi; hún hefst í flugvél, 30
þúsund fetum yfir sjávarmáli í samtímanum og gerist að miklu leyti í iðrum
jarðar, þrjú þúsund árum fyrir Krist. Slík er spennuvídd þessarar sögu. Og sú
sem miðlar sögunni og tengir öll svið hennar saman fyrir okkur, er móðirin.
Ástin
„Stabat Mater dolorosa“ þýðir orðrétt „stóð móðirin hin þjáða“ og er
tilvitnun í miðaldasálminn sem Pergolesi (1710-36) gerði undurfallegt tón-
verk við.
í bókinni Sögur um ástina talar Julia Kristeva um ástina og leggur leið sína
gegnum heimspekilega texta, trúarbragðafræði, bókmenntir og sálgreiningu.
Hvað er ást? spyr Kristeva og ef við spyrjum svo hljótum við að spyrja: Hvað
er ást í augum hvers? Hvað skilur karlmaðurinn með ástinni? Hvað skilur
konan? Hver er munurinn á ástum karla og kvenna — ef er munur þar á?
Ef við tölum um mun á kynjunum tveimur og tölum út frá kenningakerfi
sálgreiningarinnar7 þá liggur sá munur fyrst og fremst í móðurhlutverki
konunnar, segir Kristeva í kaflanum: „Stabat Mater“.8 Allar konur taka
afstöðu til móðurhlutverksins, ekki síður þær sem geta ekki orðið mæður eða
velja að verða það ekki. Að verða móðir klýfur vitund konunnar í tvennt;
annars vegar gerist eitthvað í líkama hennar, sköpun sem engin vitni eru að,
líf kviknar og vex og hún hefur hvorki vald né yfirráð yfir þeirri reynslu. En
um leið og barnið er fætt verður það hlutverk hennar að leiða þetta nýja líf inn
í reglu föðurins, hina táknrænu reglu málsins, samfélagsins og losa barnið frá
sér svo að það megi verða heilbrigt andlega og lifa af. Móðirin verður þannig
að ógilda sína sterkustu reynslu með því að kenna barni sínu (og sjálfri sér) að
annað skipti meira máli en hún. Pessi krafa gerir það að verkum að mæður
tala oft um að orðin geti ekki lýst reynslu þeirra — það myndast gjá á milli