Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 106
104
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
ANDVARI
mótsögn kærleikans, það að leita svo ástríðufullt að samruna við þann sem
elskaður er, en vita innst inni að sá samruni er óhugsandi öðru vísi en sem
blekking eða geðveiki.
Myndinni af gömlu hjónunum fylgir sorg en í næsta skipti sem móðirin
hvolfist yfir Dís/Gunnlöðu með umvandanir blandnar sjálfsréttlætingum og
sjálfshafningu gerist þetta:
... mér var ekki nokkur leið að þagna ... ég vildi bara sjá til þess að þú gætir bjargað þér
í lífinu áfallalaust... og giftist almennilegum manni. Og yrðir hamingjusöm í þessu lífi...
yrðir hamingjusöm . .. rödd mín var orðin loðin af þoku .. . eins og í segulbandi undan
kodda heyrði ég ávæning af þessari þulu og var sjálf hætt að skilja hana. Eiginlega var
hún aö drepa mig úr leiðindum. Það var ekki ég sem samdi hana enda hafði ég ekki
lengur vald á henni. Þulan hafði náð valdi á mér og bærði varirnar á mér endalaust eins
og vél sem ég kunni ekki að stöðva . . . Það var ekki einu sinni mín eigin rödd lengur . .
það var hljómur margra radda . . . misgamalla . . . (109)
Það er samfélag og siðvenja sem tala gegnum móðurina og hún veit það.
Hvar er hennar rödd? Leit móðurinnar að sinni eigin rödd hlýtur að leiða
hana bæði gegnum ást og hatur. Eftir að hafa upplifað sitt eigið tóma orð á
þennan hátt, kemur bakslag í sjálfsgreiningu móðurinnar og svo brýst reiði
hennar fram; öskureið og árásargjörn rífur hún dúkana úr veitingahúsi Önnu
og þvær úr þeim skítinn og óhroðann um leið og hún veitir útrás reiði sinni og
heift í garð Dísar/Gunnlaöar og hinnar montnu Urðar og hugsar þeim
þegjandi þörfina. Eftir þessa húsmóðurlegu hreinsun eða skírslu, er hún
tilbúin til að halda áfram, hún getur stigið niður og farið í sína ferð gegnum
undirheimana eins og Óðinn, til að skilja aðskilnaðinn og dauðann.
Fiskurinn fylgir henni og hún ferðast frá hinu „eðlilega” götulífi gegnurn
innflytjendahverfi þar sem framandlegt fólk stendur í hópum og horfir á hana
sem aðskotahlut. Út úr þessu jaðarsvæði samfélagsins liggur leiðin inn á
þriðja ogsíðasta svæðiðþar sem ryk ogskíturfjúka um auða götuna. Þarna er
þó fólk, stundum tveir og tveir saman, en þó eru allir einir, einangraðir í eigin
heimi, eigin veruleika.
Og þarna sér hún madonnuna, ungan eiturlyfjaneytanda með nýfætt barn
á horuðum brjóstum sínum og barnið „tottaði öðru hvoru máttleysislega líkt
og það væri að sjúga í sig meiri svefn.“(124) Þessi hryllilega helgimynd lýstur
móðurina eins og „högg fyrir bringspalirnar". Myndin af svipbrigðalausri
madonnunni með barnið — merkt svefninum, tómlætinu, dauðanum. Þetta
er samfélagið sem hún hefur varið í rifrildum þeirra Dísar og móðirin unga er
ekki „Mater dolorosa“, það er engin þjáning af því það er engin trú á lífið eða
ástina, hvort tveggja hefur verið afskrifað.
Móðirin er komin þangað í ferð sinni að saga Dísar/Gunnlaðar af ástum
þeirra Loka fær djúpa merkingu fyrir henni. Loki hefur ákallað Gunnlöðu, í
nafni ástar þeirra; hann kallar á hana í örvæntingu sinni og ótta og biður hana