Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 113

Andvari - 01.01.1988, Page 113
ANDVARI „STABAT MATER DOLOROSA" 111 um að yfirráðin yfir kerinu skipti sköpum. En móðirin í sögunni gengur hvorki að forsendum Gunnlaðar né Óðins. Ferð móðurinnar í bókinni sýnir henni smám saman að saga dóttur hennar Dísar/Gunnlaðar snýst ekki um veruleika heldur um sannleika16 og að saga dótturinnar er sönn, er sannur skáldskapur sem enginn getur svikið nema svíkja þar með sjálfsvitund sína og sjálfsvirðingu. Hvort tveggja hefur hún gert og þess vegna hefur hún líka svikið Dís og Gunnlöðu. En hún getur ógilt þau svik með því að ógilda kerfið sem skilyrtiþau. Hún getur látið þann heim farast og búið til nýjan heim, nýja hugsun. Þess vegna stelur hún kerinu og endurtekur afbrot dóttur sinnar og í þetta sinn er ránið á kerinu meðvituð, pólitísk aðgerð með fullri vitund um afleið- ingar aðgerðarinnar. Ég tók kerið og var með fullu ráði þegar ég tók það. Ekkert annað mun ég láta uppi við réttarhöldin. Ég verð því dæmd í fangelsi. Dís gat ég ekki bjargað en ég ætla að sjá til þess að sannleikurinn hennar verði ekki lokaður inni á geðveikrahæli í þetta sinn. Hlutverk ætlaði hún mér . . . þegar hún leit til mín og ráðstafaði mér . . . Þegar ég er sest í fangelsið ætla ég að skrifa niður allt sem ég hef rifjað upp á leið minni um háloftin. Og fiskurinn ljái ykkur heyrn því að ég ætla að tala máli okkar. Sannfæra ykkuröllum að ég/Dís/Gunnlöð hafi verið að endurheimta kerið. Ekkistela því. (196) Kerið skal endurheimt fyrir skáldskapinn, fyrir hið skapandi orð, fyrir sögu þeirra þriggja. Kerið hefur ekki sömu táknrænu merkingu fyrir móðurinni og fyrir Dís/ Gunnlöðu. Móðirin játast ekki undir lögmál og kerfi gyðjunnar á sama hátt og Gunnlöð, þó að hún samþykki lífsboðskap hennar. Og þegar hún spyr hvað sé að baki „Laganna“ og tekur sér stöðu með skáldskapnum, gerir hún uppreisn gegn lögmáli föðurins og Óðins. Vegna þess að skáldskapurinn getur ekki gengið neinu lögmáli á hönd, hann hlýtur alltaf að vera í uppreisn gegn hinum viðteknu bönnum. Kerið fær nýtt tákngildi í endi og upphafi Gunnlaðar sögu — eins og ég les hana. Kerið verður tákn leitarinnar, upp- reisnarinnar, nýrrar hugsunar sem viðurkennir bæði kynin — ekki með því að afneita muninum á þeim, heldur með því að viðurkenna hann og vinna úr honum á skapandi hátt. Og það er móðirin, sú sem stendur á mörkum tveggja heima og þekkir báða, sú sem þekkir bæði gleðina og þjáninguna sem fæðir sjálfa sig og dóttur sína í nýjum heimi sem aðeins er mögulegur í sönnum skáldskap: Og þið munuð sjá grannar hendur rétta fram kerið og bjóða ykkur að bergja lífsins vatn úr gullinni uppsprettu sem aldrei þrýtur meðan ykkur þyrstir . .. það hrærist... vatnið hrærist... það ólgar... það steypist sem voldug ljóðbylgja yfir barma uns ymur fyllir loft • • • og loks . . . í eldi úr brjósti fangans rís land. Og þá . . . Já, tvö tré á ströndu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.