Andvari - 01.01.1988, Page 113
ANDVARI
„STABAT MATER DOLOROSA"
111
um að yfirráðin yfir kerinu skipti sköpum. En móðirin í sögunni gengur
hvorki að forsendum Gunnlaðar né Óðins.
Ferð móðurinnar í bókinni sýnir henni smám saman að saga dóttur hennar
Dísar/Gunnlaðar snýst ekki um veruleika heldur um sannleika16 og að saga
dótturinnar er sönn, er sannur skáldskapur sem enginn getur svikið nema
svíkja þar með sjálfsvitund sína og sjálfsvirðingu. Hvort tveggja hefur hún
gert og þess vegna hefur hún líka svikið Dís og Gunnlöðu. En hún getur ógilt
þau svik með því að ógilda kerfið sem skilyrtiþau. Hún getur látið þann heim
farast og búið til nýjan heim, nýja hugsun.
Þess vegna stelur hún kerinu og endurtekur afbrot dóttur sinnar og í þetta
sinn er ránið á kerinu meðvituð, pólitísk aðgerð með fullri vitund um afleið-
ingar aðgerðarinnar.
Ég tók kerið og var með fullu ráði þegar ég tók það. Ekkert annað mun ég láta uppi við
réttarhöldin. Ég verð því dæmd í fangelsi. Dís gat ég ekki bjargað en ég ætla að sjá til
þess að sannleikurinn hennar verði ekki lokaður inni á geðveikrahæli í þetta sinn.
Hlutverk ætlaði hún mér . . . þegar hún leit til mín og ráðstafaði mér . . .
Þegar ég er sest í fangelsið ætla ég að skrifa niður allt sem ég hef rifjað upp á leið minni
um háloftin. Og fiskurinn ljái ykkur heyrn því að ég ætla að tala máli okkar. Sannfæra
ykkuröllum að ég/Dís/Gunnlöð hafi verið að endurheimta kerið. Ekkistela því. (196)
Kerið skal endurheimt fyrir skáldskapinn, fyrir hið skapandi orð, fyrir sögu
þeirra þriggja.
Kerið hefur ekki sömu táknrænu merkingu fyrir móðurinni og fyrir Dís/
Gunnlöðu. Móðirin játast ekki undir lögmál og kerfi gyðjunnar á sama hátt
og Gunnlöð, þó að hún samþykki lífsboðskap hennar. Og þegar hún spyr
hvað sé að baki „Laganna“ og tekur sér stöðu með skáldskapnum, gerir hún
uppreisn gegn lögmáli föðurins og Óðins. Vegna þess að skáldskapurinn
getur ekki gengið neinu lögmáli á hönd, hann hlýtur alltaf að vera í uppreisn
gegn hinum viðteknu bönnum. Kerið fær nýtt tákngildi í endi og upphafi
Gunnlaðar sögu — eins og ég les hana. Kerið verður tákn leitarinnar, upp-
reisnarinnar, nýrrar hugsunar sem viðurkennir bæði kynin — ekki með því að
afneita muninum á þeim, heldur með því að viðurkenna hann og vinna úr
honum á skapandi hátt. Og það er móðirin, sú sem stendur á mörkum tveggja
heima og þekkir báða, sú sem þekkir bæði gleðina og þjáninguna sem fæðir
sjálfa sig og dóttur sína í nýjum heimi sem aðeins er mögulegur í sönnum
skáldskap:
Og þið munuð sjá grannar hendur rétta fram kerið og bjóða ykkur að bergja lífsins vatn
úr gullinni uppsprettu sem aldrei þrýtur meðan ykkur þyrstir . .. það hrærist... vatnið
hrærist... það ólgar... það steypist sem voldug ljóðbylgja yfir barma uns ymur fyllir loft
• • • og loks . . . í eldi úr brjósti fangans rís land.
Og þá . . .
Já, tvö tré á ströndu.