Andvari - 01.01.1988, Page 132
130
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
Skáldsaga Jóns Trausta lýsir klofningi vitundar, sálfræði glæpsins, ofmetn-
aði, falli og dauða. Er að því leyti nútímans tákn. Öðru fremur fjallar hún þó
um hrun ákveðins valdakerfis. Porgeir er í upphafi einvaldur höfðingi, ríkur að
skaplyndi og á veraldarvísu, stærri í sniðum en aðrir í sjón og raun. Hann á sér
draum er stefnir út fyrir ríkjandi aðstæður. Vill leysa alþýðuna úr skuldafjötr-
um og umskapa þjóðfélagið án þess þó að samhengi rofni. Markmið Þorgeirs er
ekki að rífa kerfið niður með öllu heldur koma á umbótum innan þess. Hann
dreymir um leiðtogahlutverk sér til handa: að gamli tíminn vaxi saman við hinn
nýja án þess að staða hans sjálfs breytist í raun. Verkið sýnir að slíks er enginn
kostur: „Gamlir verslunarhlekkir, sem um ómuna aldur höfðu þjakað alþýðu
hér, voru að leysast í sundur á dögum hans [Þorgeirsj, en jafnframt þeim leyst-
ist margt annað í sundur, bæði í mönnum sjálfum og samlífi þeirra.“10 Þorgeir
heldur dauðahaldi í sjálfsmynd sem á sér enga stoð við nýjar aðstæður. Sjálfs-
mynd sem byggist á samsömun félagslegra, andlegra og siðferðilegra yfirburða.
Heimsmynd hans er í raun og veru „sjúk“ því að hún á sér engar forsendur í
þeirri orðræðu sem er að ryðja sér til rúms. Þorgeir talar líkt og frumlag heims
en er í raun kominn í stöðu andlags. Gerir sér ekki þess grein að hann er tákn
ákveðins skipulags og hlýtur að hverfa með því. Líkt og Guð á öðru sviði.
Háskinn og dauði skynseminnar
Menningarlegar breytingar eru oft á tíðum byltingarkenndar. Þráður er slitinn,
samhengi rofið, ný þekking kemur í stað annarrar. Slíkt gerist ekki í fljótu
bragði og samtímis á öllum sviðum menningarinnar. Kerfisbreyting á einu sviði
kallar ekki sjálfkrafa á hliðstæð hvörf innan annarra. Af þeim sökum meðal
annars einkennast byltingarskeið oft af hinum undarlegustu mótsögnum. Vís-
indakenningar stangast á við siðferðishugmyndir, heimspeki við samfélagsvið-
horf o. s. frv. Ferlið er þó að jafnaði eitt og hið sama innan einstakra sviða sé til
lengri tíma litið. í upphafi er vitneskja um að ríkjandi þekking eða orðræða
samsvari ekki raunveruleikanum. Reynt er því að endurnýja hana, laga gamla
kerfið að nýjum aðstæðum en án árangurs, forsendurnar eru brostnar. Slíkri
kreppu fylgja að lokum rof, ný þekking verður til, þróun eða kerfisbreyting á
sér stað.
Slík umskipti hafa rofið samhengi vestrænnar menningar með reglubundnu
millibili síðustu aldir, umturnað gildum, skilið fortíðina eftir í rústum, kippt
grunni undan hefðbundnum mótsetningum. Á slíkum tímum hafa frelsið og
háskinn, háski frelsisins, orðið eitt meginviðfangsefni bókmennta og þær ein-
kennst af öflugum sveiflum milli ofstækisfullrar bjartsýni og martraðarkenndr-
ar svartsýni. Að baki hefur búið sár vitund um hróplegt ósamræmi milli þekk-
ingar og valds í menningu sem byggir tilveru sína á samræmi þeirra. Fessi vit-