Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 132

Andvari - 01.01.1988, Page 132
130 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI Skáldsaga Jóns Trausta lýsir klofningi vitundar, sálfræði glæpsins, ofmetn- aði, falli og dauða. Er að því leyti nútímans tákn. Öðru fremur fjallar hún þó um hrun ákveðins valdakerfis. Porgeir er í upphafi einvaldur höfðingi, ríkur að skaplyndi og á veraldarvísu, stærri í sniðum en aðrir í sjón og raun. Hann á sér draum er stefnir út fyrir ríkjandi aðstæður. Vill leysa alþýðuna úr skuldafjötr- um og umskapa þjóðfélagið án þess þó að samhengi rofni. Markmið Þorgeirs er ekki að rífa kerfið niður með öllu heldur koma á umbótum innan þess. Hann dreymir um leiðtogahlutverk sér til handa: að gamli tíminn vaxi saman við hinn nýja án þess að staða hans sjálfs breytist í raun. Verkið sýnir að slíks er enginn kostur: „Gamlir verslunarhlekkir, sem um ómuna aldur höfðu þjakað alþýðu hér, voru að leysast í sundur á dögum hans [Þorgeirsj, en jafnframt þeim leyst- ist margt annað í sundur, bæði í mönnum sjálfum og samlífi þeirra.“10 Þorgeir heldur dauðahaldi í sjálfsmynd sem á sér enga stoð við nýjar aðstæður. Sjálfs- mynd sem byggist á samsömun félagslegra, andlegra og siðferðilegra yfirburða. Heimsmynd hans er í raun og veru „sjúk“ því að hún á sér engar forsendur í þeirri orðræðu sem er að ryðja sér til rúms. Þorgeir talar líkt og frumlag heims en er í raun kominn í stöðu andlags. Gerir sér ekki þess grein að hann er tákn ákveðins skipulags og hlýtur að hverfa með því. Líkt og Guð á öðru sviði. Háskinn og dauði skynseminnar Menningarlegar breytingar eru oft á tíðum byltingarkenndar. Þráður er slitinn, samhengi rofið, ný þekking kemur í stað annarrar. Slíkt gerist ekki í fljótu bragði og samtímis á öllum sviðum menningarinnar. Kerfisbreyting á einu sviði kallar ekki sjálfkrafa á hliðstæð hvörf innan annarra. Af þeim sökum meðal annars einkennast byltingarskeið oft af hinum undarlegustu mótsögnum. Vís- indakenningar stangast á við siðferðishugmyndir, heimspeki við samfélagsvið- horf o. s. frv. Ferlið er þó að jafnaði eitt og hið sama innan einstakra sviða sé til lengri tíma litið. í upphafi er vitneskja um að ríkjandi þekking eða orðræða samsvari ekki raunveruleikanum. Reynt er því að endurnýja hana, laga gamla kerfið að nýjum aðstæðum en án árangurs, forsendurnar eru brostnar. Slíkri kreppu fylgja að lokum rof, ný þekking verður til, þróun eða kerfisbreyting á sér stað. Slík umskipti hafa rofið samhengi vestrænnar menningar með reglubundnu millibili síðustu aldir, umturnað gildum, skilið fortíðina eftir í rústum, kippt grunni undan hefðbundnum mótsetningum. Á slíkum tímum hafa frelsið og háskinn, háski frelsisins, orðið eitt meginviðfangsefni bókmennta og þær ein- kennst af öflugum sveiflum milli ofstækisfullrar bjartsýni og martraðarkenndr- ar svartsýni. Að baki hefur búið sár vitund um hróplegt ósamræmi milli þekk- ingar og valds í menningu sem byggir tilveru sína á samræmi þeirra. Fessi vit-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.