Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 138

Andvari - 01.01.1988, Side 138
136 MATTHlAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI Uppreisn og þýtur í þörmum Eins og áður segir lá formföst tvíhyggja til grundvallar allri hugsun um heiminn í samfélagi 19du aldar. Kom það ekki síst fram í afstöðu manna til kynlífs og ástar, mannlegrar þrár, kennda og hvata. Á því sviði reyndist hefðin undarlega lífseig. Verk sem að öðru leyti voru byltingarkennd eru þannig rótföst í hugar- fari fyrri tíðar um kynferði og persónuleika. Er það til vitnis um valdið sem hver og einn þarf að glíma við og kemur skýrast fram í þögnum eða eyðum bók- menntanna. Vald sem er að meira og minna leyti ómeðvitað einstaklingum. Sé horft aftur í tíðina verður ljóst að líkaminn sem slíkur hefur nánast verið ósýnilegur innan íslenskra bókmennta. Yfir honum hefur ríkt einskonar bann- helgi. Hann hefur verið bústaður tilfinninga eða hugmynda, haft tiltekið tákn- gildi, vísað til annars en eigin veruleika, verið gagnsær. Höfundar hafa ýmist þagað um hið líkamlega eða þakið það með málskrúði. Ástæðan er fólgin í sið- fræði tvíhyggjunnar sem tengdi hold og kynferði hinu óhreina og illa. Hvatir brutu í bága við félagslega reglufestu og hugmyndir um rökvísan, heildstæðan persónuleika. í hefðbundinni sagnagerð 19du aldar taka líkamlegar hvatir ávallt á sig mynd sértækra eða abstrakt ástríðna. Oft er lýst uppreisnargjörnum og ofsafengnum tilfinningum en þær eru þá að jafnaði undirgefnar hugmyndum um stöðugt og merkingarríkt sjálf. Sundurleitar og samhengislausar þrár ganga upp í rök- rænni formgerð, persónuleika. Oft er risið gegn samfélagi þar sem tilfinningum er útskúfað og mannlegum veruleika sundrað. Uppreisnargildið er þó takmark- að því yfirleitt eru söguhetjurnar undarlega litlausar og óljósar. Persónusköp- un Jóns Thoroddsen er sígilt dæmi um það. í sögum hans eru aukapersónur til muna margbrotnari og áhugaverðari en söguhetjurnar, loftkenndar og fjarlæg- ar. í verkum Jóns og margra annarra heldur söguformið þránum í skefjum. Pótt höfundar gagnrýni menninguna er ádeila þeirra til hálfs og í skötulíki. Hin fé- lagslega upplausn er skipulögð innan bókmenntalegs forms sem meðal annars byggist á hugmynd um kerfisbundinn persónuleika og guðfræðilegan heim. Af þeim sökum er höfundunum um megn að lýsa mannlegum þrám á „raunhæfan“ hátt. Gerist þær aðgangsharðar um of þróast frásögnin í átt til táknsæis eða skrúðmáls. Þeir geta í orði kveðnu hafnað skipan heimsins en ekki guðfræði sálarlífsins. Innan þess mynda þrárnar skipulegt stigveldi sem grundvallað er á viðteknum andstæðum. Persónur þessara verka bíða einatt ósigur og tortímast andlega og/eða líkam- lega. Ástæðan er ekki einungis sú að uppreisn sé að mati manna vonlaus frá upphafi. Meðvitað val höfundarins skiptir ekki höfuðmáli. Ósigurinn er öðru fremur afleiðing þekkingarháttar sem höfundi var um megn að brjótast undan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.