Andvari - 01.01.1988, Page 145
andvari
ÁHRIF SIÐBREYTINGARINNAR Á ALÞÝÐUFRÆÐSLU
143
bæði í efnalegum og hugarfarslegum skilningi, að breyta bóklausu samfélagi í
bókvætt samfélag — og um leið að temja almenningi þá leikni ogþau viðhorf
sem þarf til þess að boðskapur texta komist sæmilega til skila við lestur; en í
þessum hvörfum felast ekki hvað síst áhrif lúterskrar siðbreytingar hér á
landi.
Annað er mælir með því að viðfangsefnið sé athugað yfir langt tímabil
varðar þá annmarka sem sagnfræðileg þekking á því er bundin. Víst eru ófáar
heimildir varðveittar um fræðslustarfsemi lútersmanna á siðskiptaöld, í
þröngri merkingu orðsins; en að undanskilinni bókaútgáfunni, sem draga má
af ýmsar markverðar ályktanir, einskorðast þær flestar við fyrirmæli í formi
„kirkjuskickana", „biskupsstatúta“ og prestastefnusamþykkta. Af slíkum
heimildum, sem og öðrum forskriftum um hegðun manna, verður fátt eitt
ráðið um raunveruleg áhrif. Pannig reynist ókleift að fá sæmilega haldgóða
vitneskju um hvernig háttaði til um lykilatriði í alþýðufræðslu undir lok
siðskiptaaldar eins og bókakost almennings, læsi (lestrarkunnáttu), húsvitj-
anir sóknarpresta og fræðslu þeirra á kirkjugólfi.
Sem kunnugt er gegnir allt öðru máli um möguleika á að afla slíkrar
vitneskju þegar kemur fram undir miðbik 18. aldar. Samfara hinni píetísku
siðvæðingu, sem kalla mætti annað skeið lúterskrar siðbreytingar á íslandi,4
urðu til lýsandi heimildir sem gera kleift að glöggva sig á ásigkomulagi
alþýðumenntunar. Hér er einkum átt við sálnaregistur (sóknarmannatöl)
presta og vísitasíuskýrslur biskupa; varðandi síðarnefnda heimildaflokkinn
eru kunnastar skýrslur Ludvigs Harboes en vísitasíuskýrslur Ólafs Gíslasonar
og Finns Jónssonar Skálholtsbiskupa eru ekki síður stórmerkar heimildir í
fræðslusögu.5
Hallgrímur Hallgrímsson varð fyrstur íslenskra sagnfræðinga til þess að
notfæra sér í þessu skyni sálnaregistur, þau sem varðveitt eru frá síðasta
fjórðungi 18. aldar.6 í svipuðum tilgangi hef ég fært mér í nyt hin elstu
sálnaregistur sem varðveist hafa; um er að ræða registur níu prestakalla frá
sjötta áratug 18. aldar eða nánar tiltekið frá árabilinu 1748-1763.7 Það er
aðallega í ljósi þessara heimilda sem ég hef freistað þess að marka megin-
drætti í þróun alþýðufræðslu frá upphafi siðbreytingar.8 Það sem segir hér á
eftir byggist að mestu leyti á þessum rannsóknarniðurstöðum, og verður þó
fátt eitt tíundað af þeim. Tekið skal fram að ég leiði hjá mér að rekja margar
staðreyndir þessarar sögu sem alkunnar eru, t.d. þær sem varða vanburðugar
blraunir til að koma á fót barnaskólum í biskupstíð Gissurar Einarssonar9
eða hin elstu fyrirmæli um fræðslu- og eftirlitshlutverk sóknarpresta.10 í stað
þess verður aðallega reynt að varpa ljósi á þróun hins trúarlega læsis sem var
þungamiðjan í lúterskri fræðsluviðleitni.