Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 157

Andvari - 01.01.1988, Page 157
hjörtur pálsson „Land míns föður“ Island í Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum I I þessari grein verður reynt að skýra í stórum dráttum, hvern sess ísland skipar í Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum, hvernig mynd þess birtist og breytist með vaxandi lífsreynslu hans og nýjum viðhorfum, hvernig hann tjáir afstöðu sína til lands og þjóðar á mismunandi hátt í sviptibyljum samtíðarinnar og hvers virði það er honum að vera íslendingur. Petta verður hins vegar ekki gert að gagni nema hafa ljóðagerð hansö//fl, skáldferil, yrkisefni og viðhorf í huga. Ekkert bendir til þess, að kjör Jóhannesar og uppeldi í æsku hafi verið frábrugðið því, sem önnur sveitabörn áttu þá við að búa. Hann ólst upp í föðurgarði fram undir fullorðinsár, og af mörgum kvæðum í fyrstu bókum hans má ráða, hvað mótaði viðhorf hans á æskuárum. Ungur hefur hann orðið snortinn af sögu og bókmenntum þjóðarinnar og bjó alla tíð að þeim áhrifum. Lokasóknin í fullveldisbaráttunni var í algieymingi á æskuárum hans, og draumurinn um bjartara og betra líf þjóðarinnar bergmálaði í heitstrengingum ungmennafélagshreyfingarinnar: „íslandi allt!“ Jóhannes hefur því mótast af átthagaást, mannúð og guðstrú, og ættjarðarást og þjóð- frelsisandi fyrst lagt honum ljóð á tungu í anda gamallar hefðar, sbr. Ævi- ágrip. Vistin í kennaraskólanum hefur síðan mótað viðhorf hans enn frekar og staðfest þau. í fyrstu tveimur ljóðabókum Jóhannesar,Bí, bíog blaka (1926) ogÁlftirn- ar kvaka (1929), ber mikið á náttúrulýrik, átthaga- og minningaljóðum og ástaljóðum, og hann orti þar einnig út af þjóðsögum og íslendingasögum. í kvæðinu Heima leitar skáldið heim í bernskudalinn. Par finnur hann fullkomna fegurð og fer að dreyma. Gamlar minningar rifjast upp við hvert fótmál, og þegar æskustöðvar hans opnast, blossar eldur í æðum hans, og aflmiklir vöðvar þenjast. Heima nýtur hann sín og finnur til upprunalegrar, óspilltrar gleði og öryggis. Og upphafin, næstum heilög verkaþrá og starfsgleði æskumannsins og ungmennafélagans leynir sér ekki í kvæðinuÁð starfi. En virðingin fyrir og ástin á íslensku alþýðufólki, sem býr yfir reynslu aldanna, er rauði þráðurinn í Gömlu konunni, sem er eitt rismesta og eftir- minnilegasta kvæðið í fyrstu bók Jóhannesar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.