Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 157
hjörtur pálsson
„Land míns föður“
Island í Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum
I
I þessari grein verður reynt að skýra í stórum dráttum, hvern sess ísland
skipar í Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum, hvernig mynd þess birtist og breytist
með vaxandi lífsreynslu hans og nýjum viðhorfum, hvernig hann tjáir afstöðu
sína til lands og þjóðar á mismunandi hátt í sviptibyljum samtíðarinnar og
hvers virði það er honum að vera íslendingur. Petta verður hins vegar ekki
gert að gagni nema hafa ljóðagerð hansö//fl, skáldferil, yrkisefni og viðhorf í
huga.
Ekkert bendir til þess, að kjör Jóhannesar og uppeldi í æsku hafi verið
frábrugðið því, sem önnur sveitabörn áttu þá við að búa. Hann ólst upp í
föðurgarði fram undir fullorðinsár, og af mörgum kvæðum í fyrstu bókum
hans má ráða, hvað mótaði viðhorf hans á æskuárum. Ungur hefur hann
orðið snortinn af sögu og bókmenntum þjóðarinnar og bjó alla tíð að þeim
áhrifum. Lokasóknin í fullveldisbaráttunni var í algieymingi á æskuárum
hans, og draumurinn um bjartara og betra líf þjóðarinnar bergmálaði í
heitstrengingum ungmennafélagshreyfingarinnar: „íslandi allt!“ Jóhannes
hefur því mótast af átthagaást, mannúð og guðstrú, og ættjarðarást og þjóð-
frelsisandi fyrst lagt honum ljóð á tungu í anda gamallar hefðar, sbr. Ævi-
ágrip. Vistin í kennaraskólanum hefur síðan mótað viðhorf hans enn frekar
og staðfest þau.
í fyrstu tveimur ljóðabókum Jóhannesar,Bí, bíog blaka (1926) ogÁlftirn-
ar kvaka (1929), ber mikið á náttúrulýrik, átthaga- og minningaljóðum og
ástaljóðum, og hann orti þar einnig út af þjóðsögum og íslendingasögum.
í kvæðinu Heima leitar skáldið heim í bernskudalinn. Par finnur hann
fullkomna fegurð og fer að dreyma. Gamlar minningar rifjast upp við hvert
fótmál, og þegar æskustöðvar hans opnast, blossar eldur í æðum hans, og
aflmiklir vöðvar þenjast. Heima nýtur hann sín og finnur til upprunalegrar,
óspilltrar gleði og öryggis. Og upphafin, næstum heilög verkaþrá og
starfsgleði æskumannsins og ungmennafélagans leynir sér ekki í kvæðinuÁð
starfi. En virðingin fyrir og ástin á íslensku alþýðufólki, sem býr yfir reynslu
aldanna, er rauði þráðurinn í Gömlu konunni, sem er eitt rismesta og eftir-
minnilegasta kvæðið í fyrstu bók Jóhannesar.