Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 164

Andvari - 01.01.1988, Side 164
162 HJÖRTUR PALSSON ANDVARI tillitsleysi, svo að hann getur ekki elskað nokkurn mann og fær ekki notið eðlilegs þroska. Eina lífveran, sem hann tekur ástfóstri við, er svartur rakki, sem skilur skap hans og þarfir og fær skilning sinn og vináttu ríkulega endurgoldin. Þegar þeir félagarnir hafa verið reknir í kindaleit með bölvi og barsmíð, fýkur hundurinn fram af bjargbrún og lendir í sjálfheldu á kletta- syllu. Drengurinn fær ekki staðist mænandi augu hans og ýlfrið, sem er „eins og barnsleg bæn“, rennir sér niður til hans í ofboði og þrífur hann með sér í fallinu, sem kostar báða lífið. Niðurstaða kvæðisins verður þessi ádeilu- þrungna og beiskjublandna áminning: En það er með seytjánda september eins og seytjánda júní, börnin góð, að þá fæddist líka Jón Sigurðsson, — en sá Jón átti ekki neina þjóð. Hann átti bara hann Bósa sinn, — það er bezt að yrkja ekki fleiri vers. En vel geta Jónar fleiri fæðzt, sem fara í hundana’ og — vegna hvers? Engum blandast hugur um, hvorir eiga vísa samúð skáldsins, Jón Sigurðs- son og Bósi, eða húsbændurnir og þeir, sem fylla sama flokk. Þetta kvæði Jóhannesar er gott dæmi margra ljóða hans í fyrri bókunum, sem fjalla um alþýðufólk og lítilmagna. Það er í eðli sínu „epískt“. Þar er sögð saga, það er ort í hefðbundnu formi, og ljóðmálið er ekki upphafið og lýriskt, heldur líkara talmáli og stíllinn munnlegum frásagnarstíl. Efni og form er þess eðlis, að sáralitlu má muna, til þess að skáldið skjóti ekki yfir markið og leiðist út í of mikil tilfinningamál, „sentímentalítet“. En innlifunarhæfileiki Jóhannes- ar, samúð hans og ádeila gegnsýra kvæðið allt á svo áhrifamikinn hátt, að það mættu vera dauðar sálir, sem ekki taka það gilt. Þar gætir líka tveggja einkenna, sem víða sér stað í ljóðum hans. Annað er kímnin og húmorinn, sem við finnum t.d. fyrir í ljóðunum Karl faðir minn, Imba, Sumar í Köldukinn og brotinu úr Lofsöng um þá hógværu, sem vitnað var í hér að framan, og mörgum öðrum fyrr og síðar. Stundum er kímnin alveg græskulaus, stundum dálítið drýgindaleg eða blandin kaldhæðni, allt eftir því, hvað við á. Hitt er ást á dýrum, smáum og stórum, og næmur skilningur á hlutskipti þeirra, enda má skilja það af kvæðinuÁ þeirri stund, að samkennd með þeim hafi verið eitt af því, sem hrærði hann til skáldskapar á æskuárum. Næmleiki hans og innlifun að þessu leyti, eins og hún birtist í ljóðunum, minnir helst á Þorstein Erlingsson, og athyglisvert er, á hve sannfærandi hátt Jóhannesi tekst að vekja samúð lesandans og sýna, hve margt er líkt með örlögum manna og málleysingja. Góð dæmi þess eru ljóðin Hvítar kindur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.