Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 88

Andvari - 01.01.1996, Side 88
86 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI hyggjubundna afstöðu til mannlegrar breytni. Zola játaðist ekki undir hlut- lægniskröfu Flauberts, en taldi listaverk vera brot af náttúrunni, séð með skaphita eða tilfinningum listamannsins. Zola var höfundur orðsins natur- alist og hjá honum merkti það listamaður sem hagar vinnubrögðum sínum líkt og náttúruvísindamaður. Hann hreifst mjög af aðferðafræði læknavís- inda, einkum ritum vinar síns franska læknisins Claude Bernards og undir áhrifum frá ritum hans samdi hann fræga ritgerð um skáldsagnagerð, Le roman expérimental, eða „Tilraunaskáldsagan“. Krafa Zolas var sú að bók- menntir hefðu lækning mannfélagsmeina sem tilgang og rithöfundar gerð- ust með þeim hætti læknar sjúkleika samfélagsins. Síðasta skeið raunsæisstefnunnar, impressionisminn, lýtur e. t. v. fremur að listrænum vinnubrögðum en hugmyndafræði. Eins og nafnið, áhrif á, bendir til er það mótað af viðhorfum pósitívismans. Það er frægast úr sögu málaralistarinnar og táknar það skeið er listamenn lögðu megináherslu á áhrif umhverfisins á einstaklinginn og listamanninn. Oft er því lrkast í verk- um impressionista sem veröldin sé séð gegnum þunna slæðu án skarpra drátta. Rithöfundar tímans freistuðu þess að ná fram svipuðum stíllegum áhrifum í verkum sínum. Rómantíkin varð geysilega langlíf í dönskum bókmenntum, ekki síður en á Islandi, og komu þar til ýmsar félagslegar og pólitískar aðstæður, t.a.m. missir hertogadæmanna og Suður-Jótlands 1864. Þegar ungur bókmenntafræðingur, Georg Brandes, kom heim eftir mikla menntunarferð um Frakkland, England og Ítalíu, en í þeirri ferð kynntist hann m. a. persónulega bæði Hippolyte Taine og John Stuart Mill, þótti honum að bókmenntir og andlegt líf heimalands síns væri sem staðnaður andapollur í smábæ. Hann hóf að flytja fyrirlestra haustið 1871 við Kaup- mannahafnarháskóla um meginstrauma í evrópskum bókmenntum 19. ald- ar. í þessum fyrirlestrum heyrðust viðhorf raunsæisstefnunnar fyrst á Norð- urlöndum. Fyrir þeim hafði hann inngang þar sem hann birti bókmennta- lega stefnuskrá sína. Frægastar eru þessar setningar: „Det, at en literatur i vore dage lever, viser sig i, at den sætter problemer under debat.“ Lifandi bókmenntir á okkar dögum þekkjast á því að þær taka vandamál til um- ræðu. Síðan telur hann upp nokkra evrópska samtíma höfunda og þau vandamál er þeir fjalli um í verkum sínum. Hann nefnir samband kynj- anna, trúarbrögð, eignarréttinn og samfélagsaðstæður. Segir síðan: Ef bók- menntir taka ekkert til umræðu eiga þær ekkert erindi. Brandes hafði ekki lokið fyrstu röð fyrirlestra sinna þegar brostin var á andleg stórstyrjöld um öll Norðurlönd þar sem tekist var á um helstu gildi mannlegrar tilvistar. Öll íhaldsöfl með kirkjuna í broddi fylkingar og eldri höfundar snerust gegn honum, en ung skáld og menntamenn hylltu meist- arann að sama skapi. Það voru engir aukvisar sem nú gengu undir merki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.