Andvari - 01.01.1996, Síða 145
ANDVARI
OFBELDI TÍMANS
143
og skrifar dóttur sinni nýtt bréf sem kemur fyrir sjónir lesandans sem
skáldsaga. Sagan styðst við viðteknar og nokkuð trénaðar hugmyndir um
sögu þjóðarinnar. Samkvæmt þeim vaknar hún af djúpum svefni á fyrri
hluta nítjándu aldar; áður hímdi hún ljósfeitislaus í dimmum dal eða eilífu
myrkri. I sögu Böðvars er þessi svefn tákngerður í andófi stjórnvalda gegn
hvers kyns skemmtan alþýðunnar og látlausum tilraunum þeirra til að
stjórna ástarlífi hennar. Ástin lá í dvala, segir í sögunni, uns menn eins og
Jörundur hundadagakonungur og Magnús Stephensen dómstjóri kenndu
þjóðinni að dansa og syngja. Á þeim tímapunkti upphefst harmsagan um
ævi Olafs Jenssonar fíólíns og för hans til Vesturheims mörgum áratugum
síðar.
Híbýli vindanna á sér mun skýrari rætur í goðsögulegri hugsun en saga
Björns. I nokkurs konar formála fyrir sögunni talar skrásetjarinn um söng-
inn sem dýrgrip mótaðan úr efni sem guðirnir gáfu mannkyninu í árdaga,
ættaðan „frá rökkvaðri fortíð mannlegra tilfinninga“ (8). Hann sér fyrir sér
seiðskratta og völvu sem „særa dulmögn náttúrunnar til fundar við sig að
ráða furður og feiknstafi. . .“ (8). Söguna segir hann vera af fólki „sem bar
í sér neistann af eldinum góða sem skilur mannkyn frá annarri sköpun“
(18-19). Hún er skrifuð svo viðtakandinn týni ekki uppruna sínum í þjóða-
hafið (sjá 9). í þessum formála er fólginn hugmyndagrunnur sögunnar sem
einkennist af takmarkalítilli virðingu sögumanns fyrir elju hversdagsmanna
sem lögðu út með eigið ljós í stafni en hnigu þó með öll sín bestu ljóð í
gröf, eins og það var einu sinni orðað. Boðskapur sögunnar felst í því að
læra af reynslu kynslóðanna, og þaðan er stutt yfir í andvökuskáldið og
landnemann Stephan G. Stephansson.4 Yfir frásögn Böðvars af för Ólafs
vestur til Kanada hvílir raunar „goðsögn“ Stephans G. um manninn sem
stríddi á daginn við óblíða náttúru en orti á næturnar, eða eins og segir á
einum stað í sögunni: „Gamla sagan um erfiðismanninn sem listagyðjan
valdi sér að vin og hann hét tryggð of ævidaga. I stað þess að gefa honum
auð og völd rændi hún hann ró og svefni. En hann afneitaði henni aldrei,
og fyrir vikið leiddi hún hann með sér örfá andartök svo ódauðleikinn og
eilífðin lýstu eins og leiftur yfir dauðadæmdri hérvist mannslíkamans svo
hann sá yfir fjöll og höf, sá híbýli vindanna og lífsins tré“ (19).
Líkt og Stephan er Ólafur fíólín listamaður sem sinnir list sinni í stopul-
um frístundum; mótlætið meinar honum hins vegar, öfugt við skáldið forð-
um, að ná þeim hæðum sem hugur hans stendur til. í æsku er honum lýst
sem rómantískum sveimhuga í borgfirskri sveit sem leikur á hljóðfæri sitt
yfir ánum og sýnir Fjölni meiri áhuga en Nýjum félagsritum Jóns Sigurðs-
sonar. Þroskasaga hans er vörðuð hefðbundnum leiðarsteinum þar sem
takast á andstæður góðs og ills. Táknmynd hins illa í æsku söguhetjunnar
verður Jakob Jakobsson, ráðsmaður sem aflífar rakka nokkurn, sem mágur