Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 154

Andvari - 01.01.1996, Page 154
152 EIRÍKUR GUÐMUNDSSON ANDVARI gerir að tengiliði sínum við dauðann. Hreinritunin kallar á upprifjun hans á fyrstu mánuðunum eftir slysið á sama tíma og hann bókfærir nýrri upplif- anir. Hver dagsetning vísar þannig í senn til nútíðar og fortíðar og formið minnir því óneitanlega á skáldsögu franska nýsöguhöfundarins Michels Bu- tor, L’emploi du temps, frá árinu 1957. Textinn verður öðrum þræði orð- ræða um orðræðu þar sem gjá myndast á milli tveggja sjálfa líkt og í pers- ónulegum frásögnum af atburðum sem varpa nýju ljósi á lífið, hvort sem um er að ræða eldraun eða trúarreynslu. Jónas sér heiminn upp á nýtt; finnst jafnvel sem einhver annar hafi skrifað gömlu dagbókina, hugsanir hans þar eru „mállausir skuggar“ sem skjótast um í höfðinu á meðan nútíð- in einkennist af fullvissu: „Ég hef greinilega ekki séð hlutina í réttu ljósi. Og sumt hefði ég átt að skrásetja mun betur og ítarlegar“ (15). Hann kem- ur stöðugt auga á tengsl milli nýrri og eldri reynslu. Lífið verður merkingu þrungið; léttvæg atvik og hversdagslegar sýnir verða að forboðum sem tengjast örlögum með undarlegum hætti. Án dagbókarinnar ratar söguhetj- an ekki um eigið líf: „Með dagbókinni hef ég fetað mig milli forboðanna góðu og illu sem varða líf mitt líkt og leiðarsteinar; og ég verð að fylgja þeim, það er ekki um aðra leið að ræða“ (5). Lífið læsist í hring, eins og Jónas segir á einum stað; hringrásin verður í hans augum auðþekkjanleg á sama hátt og árstíðirnar: „Þannig er það ef maður hugsar um tímann. Um árin. Ágúst í fyrra verður ágúst í ár. Október verður október. 27. október verður 27. október“ (50). Líkt og saga Kristínar er saga Kristjáns skrifuð handan við þá línu sem liggur á milli skynsemi og brjálæðis. Vitund söguhetjunnar er fráhrindandi, óhrjáleg, jafnvel ógeðfelld. Við hljótum að streitast gegn því að samsama okkur þessum einfara sem talar um að snjórinn hylji jörðina eins og lík- klæði; finnst vorið ljótt og líkir fölgulu tunglinu við hlandblett í skítugum snjóskafli, kulnaða og deyjandi sól (sjá 108). Engu að síður er það nákvæm- lega þessi sýn á heiminn sem gerir söguna áhugaverða og gefur færi á að tefla henni gegn öðrum skáldsögum og hættuminni. Sýn hennar einkennist ekki af leik eða frelsi Dyranna þröngu - þar sem tungumálið er sérstæður heimur og inngöngu-möguleikarnir óþrjótandi þrátt fyrir þrengslin í titlin- um - heldur fullvissu sem um leið lokar henni. Einfari á valdi hugmynda um að maðurinn eigi stöðugt að íhuga sjálfsmorð - sem ýmsir heimspek- ingar, þar á meðal títtnefndur Michel Foucault, hafa orðað - fær orðið og skapar nýtt sjálf í einkalegum skrifum sem vegur á móti vanmætti hans til að tengjast umhverfi sínu. í stað þess að tjá viðteknar hugmyndir um sögu eða heim leiðir saga Kristjáns okkur inn í afkima sálarinnar; hinn „vitfirrti“ bréfberi er ekki fjarlægt viðfangsefni upplýstrar orðræðu heldur höfundur bókarinnar. Sagan ýtir þannig hinu óþægilega ekki á undan sér; brjálæðing- urinn verður í einfeldni sinni sá sem sér það sem viska annarra fær ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.