Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 155

Andvari - 01.01.1996, Síða 155
ANDVARI OFBELDI TÍMANS 153 greint, boðberi sannleika sem söguhöfundur tekur í raun enga afstöðu til. Það að þessi „sannleikur“ skuli vera lagður í munn manni sem sálfræðin myndi dæma andlega vanheilan - í sögunni er talað um að siðferðiskennd Jónasar hafi beðið hnekki við slysið - er sennilega nokkuð dæmigert fyrir þá viðleitni nútímans til að loka dauðann af, gera hann að einhvers konar jaðartilfelli, ósýnilegan innan veggja stofnana. Það er engu að síður rétt að taka það fram að höfundur þessarar sögu verður ekki sakaður um hugleysi í vali sínu á viðfangsefnum. Það eitt að gera dauðann að merkingarupp- sprettu ber vott um áræði í samfélagi þar sem hann er nánast bannorð í stað þess að litið sé á það lykilhlutverk sem hann gegnir í mannlegri tilvist. Eins og Vilhjálmur Árnason heimspekingur bendir á er dauðinn þrátt fyrir allt grundvallaratriði í meðvitund manna um sjálfa sig sem einstaklinga sem verða að taka ábyrgð á eigin lífi.10 Tilhneiging okkar til að breiða yfir ásjónu dauðans er þannig ekki sjálfgefin. Undirbúningur fyrir dauðann var til að mynda lykilatriði í sjálfstækni á tímum frumkristninnar og jafnvel þótt gripið sé til nýlegri hugmynda í sögu sjálfsverunnar; til dæmis talar þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche um að menn eigi að deyja á réttum tíma í riti sínu Also sprach Zarathustra. í túlkun Vilhjálms fela þau orð þó ekki í sér að maðurinn eigi að taka eigið líf frjálsri hendi: „Ráðið til þess að deyja á réttum tíma felst ekki í því að ákveða dauðastund sína, [. . .] heldur í því að temja sér ákveðna afstöðu til lífsins og dauðans“.n Sá sem er reiðubúinn að deyja hvenær sem er deyr á réttum tíma. Hugmyndir söguhetjunnar í Ári bréfberans eru nokkurs konar tilbrigði við þessa hugsun. Bréfberanum Jónasi tekst með eigin mætti að gæða líf sitt merkingu í ljósi dauðans en skortir hins vegar þá sátt við veruleikann sem liggur að baki þeirri hugsun að maðurinn eigi að deyja á réttum tíma. Jónas býr sig undir dauðann með því að flýja eigið líf á þeirri forsendu að það sé ömurlegt, hann elskar ekki eigin örlög, svo vitnað sé til Nietzsches. Hann lítur ekki á sáttina við eigin dauðleika sem forsendu skapandi lífs heldur verður dauðinn að markmiði í sjálfu sér sem leggur lífið undir sig, þráhyggju eða trúarsetningu; hann lifir fyrir dauðann, eins og Erla bendir honum á. Vitundin um dauðann opnar augu hans fyrir frelsinu en leiðir hann engu að síður til glötunar. Það er í senn styrkur þessarar sögu og veikleiki að í henni er tekist á við siðferðilegar hugmyndir frá sjónarhóli þess „brenglaða“. Styrkurinn felst í því að sagan leiðir okkur inn í óravíddir sálar sem allajafna rata ekki inn í skáldsögur samtímans; veikleikinn í því að glíma hennar við dauðann getur ekki orðið lesendum leiðarvísir til sjálfssköpunar. Af því leiðir að sagan lokast líkt og utan hennar sé ekki annað en tómið eitt, eða eins og sögu- hetjan orðar það í lýsingu á veru sinni í húsi Erlu: „Stundum finnst mér þetta hús vera eina húsið í veröldinni. Að fyrir utan dyrnar sé bara tóm. Ef
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.