Andvari - 01.01.1881, Side 54
50
Om nokkrar greinir
hin voðaiegasta samtala í allri íjárstjórn vorri. Jín hún
er og hin hörmulegasta samtala; hún lýsir yfir því skýrt
og skorinort, að íjárstjórn hreppanna hafi verið, ef á alt
er litið, í hinum mesta ólestri. Eg veit gjörla að til
eru heiðrlegar undautekníngar alstaðar á landivoru; en
hvar það sé get eg eigi séð á svo samanlagðri skýrslu
sem inín er. Fjármálastjórn hreppanna virðist vera miklu
bezt í Vestrumdæminu, en áþekk norðan lands og sunnan.
Sveitarframfærið og fátækrastyrkrinn í Norðraustrum-
dæminu var:
1872 1873 1874
92,864 kr. 88,030 kr. 88,835 kr.
og lánin 45,902 — 48,845 — 50,743 —
Hvað veldr nú þessum óskaplegu sveitaþýngslum ?
Eru það harðindin og afleiðíngar þeirra? Eigi eru þau
aðalorsökin, heldr liggr hún, réttara sagt, hefir legið
í hreppsstjórninni og gamalli sveitavenju frá því »ln-
stúxið» hljóp af stokkunum og þar til sveitalögin nýu
4. maí 1872 eru gengin í gildi, eigi að eins að nafni og
og á pappírnum, heldr og i hug og dug sveitastjórnarinnar
og hreppsbúa, En það get eg eigi sagt, hvort svo muni
enu orðið víða á landi voru, þó eg óttist að það sé eigi.
Eg veit gjörla, að menn kenna misærinu mest um sveita-
þýngslin og vitna til hinna litlu sveilaþýngslá fyrir 1859.
Eg skal og játa að árferð er jafnan mikils ráðandi um
sveitaþýngsli sem um aðra hagi manna. En "sjaldan veldr
einn er tveir deila», segir máltækið, og sama á sér stað með
oss mennina og tíðina. Vér vitum að gott skip með
góðri stjórn afber ósjó þann er slæm skip með slæmri
stjórn þola eigi. «0g svo er hestr sem hann erhafðr»,
segir máltækið. Ef vér því kynnim með árferð að fara
sem með hest og skip, muudi misærið valda oss miklu
minni vandrœðum enn nú er. Eg veit og að óroagar
geta komið á einn hrepp úr ýmsum áttum í einni svipan,
svo eigi er hægt við rönd að reisa. En slík atvik eru