Andvari - 01.01.1881, Page 105
í Svíþjóð.
101
þess að vera kennarar kringjarar og meðhjálparar. 1878
voru á alþýðu- og barnaskólum 4,869 kennarar og 4970
kennslukonur og auk þoss 162 karlar og213 konur, sem'
að eins kenndu handiðnir. Ivennslan við alþýðuskólana
er vanalega kostnaðarlaus fyrir börnin. Kennarar við
alþýðuskóla eiga að liafa að minnsta kosti 500 kr. í
laun í peningum, og auk þess bústað ókeypis með
kálgarði, kýrfóður og eldivið; eptir 5 ára þjónustu fá
þeir 100 króna launaviðbót. Sé kennslutíminn meir
en 8 mánuðir á ári, er bætt við þá sem svarar x/8
hluta af peningalaunum þeirra. þ>eir sem eru djáknar
og hringjarar hafa aukagetu fyrir það. í borgum hafa
þeir víðast hvar meiri laun. Kíkissjóður borgar %
af peningalaunum kennaranna, en hinu er jafnað
niður á alla bændur í sókninni. Prestar og sóknat-
menn veita embættin. Kostnaður við skólahaldið
kemur mjög misjafnt niður á mönnum í ýmsum héruð-
um, eptir því hvað þéttbýlt er: í Skáney þurfa 1000
manns einn skóla, í Vermalandi veitir eigi af 2 eða 3
fyrir 1000 menn. það hefur komið til tals, að ríkis-
sjóður skyidi greiða allan kostnað við alþýðuskóla, en
við það hefur verið hæti, af því menn þá óttuðust að
áhugi á skólunum mundi deyfast, er alþýða eigi beiu-
línis ætti sjálf þátt í skólahaldinu, oe sumstaður muudu
útgjoldin að tiltölu verða alltof mikil, ef landið ætti að
fá alla skóla, er nauðsyn krefði. Að lögum eru sóknar-
menn skyldir til að leggja árlega í eptirlaunasjóð fyrir
kennarana; sá kennari, sem orðinn er sextugur og
kennt hefur í 30, ár fær 75% af sínum fyrri launum í
eptirlaun; eins er með þá kennara, er fá ólæknandi
sjúkdóm, þegar lífsár þeirra og kennsluár eru að sam-
töldu 90. Hin síðustu ár hefur mikið verið talað um
að bæta kjör kennaranna á ýmsan hátt, og það mun
heldur eigi lengi hjá líða, að eitthvað verði gjört í þá átt.