Andvari - 01.01.1881, Side 116
112
Um skóla
hafa latnesku málfræðina sem grundvöll allrar mál-
fræðiskennslu, en margir sænskir latínukennarar eru því
mótsnúnir, því þeir segja, að við það muni latínuþekking-
unni fara aptur, og lítil verði hjá piltum orðgnóttin
og æfing í að skilja málið, er þeir leggja svo mjög
stund á málfræðina. Nærri allir sænskir stýlar í efri
og miðbekkjunum eru útleggingar úr þýzku, í þrem
neðstu bekkjunum eru engin önnur mál kennd en
sænska og þýzka. í hverjum af þessum bekkjum eru
6 — 7 stundir á viku ætlaðar til þýzku. J>ar er lesin
málfræði og lestrarbók og bafðar munnlegar æfingar í
að snúa iéttari setningum á þýzku; þýzkur stýll er
hafður einu sinni í viku gegnum allau skólann. I efri
bekkjunum eru nokkru færri kennslustundir ætlaðar
til þýzkunnar; þar eru lesin ýms rit eptir fræga þýzka
rithöfunda í bundnum og óbundnum stýl.
Sœnsha er kennd, eins og eðlilegt er, vel og
nákvæmlega. í neðstu bekkjunum er mest tíðkuð
réttritun, tímastýlar hafðir, en engir heimastýlar. þ>ar
er og lesin sænsk málfræði, síðan eru lesin ýmisleg rit
eptir sænska höfunda, einkum þó saga og skáldskapur.
I efstu bekkjunum eru hafðar tal- og ræðuæfingar. Piltar
eru vandir við að tala skýrt og bera fallega og skil-
merkilega fram; þeir eru því látnir lesa upp úr sér hátt
og skýrt sænsk kvæði, og á milli lætur kennarinn pilta
ræða um eitthvað málefni fram og aptur, eða halda
ræðu eða fyrirlcstra um tiltekin málefni. í miðbekkjum
og efri bekkjum eru opt hafðar ritgjörðir, og er það
tiltekið í skólalögunum, að kennarar skuli, í öllum
bekkjum nema í tveim hinum efstu, segja fyrir, hvernig
piltar eigi að skilja og haga ritgjörðinni. Piltar gjöra
allar ritgjörðir heima og mega hafa þau hjálparmeðu),
sem þeir vilja; þeir eiga að hafa þær sem stuttorðastar
og kjarnbeztar og sem efnismesfar, en forðast allt