Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 22
22
haldi'8 fram af nokkrum mönnum, aÖ þaÖ hafi ekki veriÖ
Gutenberg, sem fyrstur fann þessa aÖferÖ, og hafa all-
miklar deilur staÖið urn þaÖ. Einkum hafa Hollendingar
reynt að sýna fram á, að einn af löndum þeirra, Laurens
Janszoon Coster í Haarlem, hafi fundi'Ö upp á þessu, og
Gutenberg hafi stolið hugmyndinni frá honum. Eigi
hefur tekist að færa sönnur á iþetta eða að svifta Guten-
berg þeim heiðri að vera faðir prentlistarinnar. Hún
breiddist skjótt út frá Þýskalandi í allar áttir, og er svo
talið, að mörg hundruð prentaðra rita sé til frá seinni
helmingi 15. aldar, en mjög mörg þeirra eru nú glötuð
og sjálfsagt mörg, sem við höfum engar sögur af. Þess-
ar elstu bækur. eru nú harla sjaldgæfar og sumar þeirra
því í afarháu verði, þegar þær koma á bókamarkaðinn.
Bækur, prentaðar fyrir byrjun 16. aldar ffyrir 1501)
eru nefndar incunabula feintala: incunábulum), sem er
latneskt orð og þýðir reifar; þær eru sem sé reifastrang-
ar prentlistarinnar. Þjóðverjar hafa þýtt orðið og kalla
þær Wiegendrucke. Annars eru þær líka á sumum málum
nefndar palœótypur ('fornprentý. Nú geta íslenskir mál-
hreinsarar spreitt sig á því að finna nafn yfir þær á ís-
lensku, þótt þess sé lítil þörf, því að engin íslensk bók
heyrir hér til.
Til Norðurlanda barst prentlistin á tveim siðustu ára-
tugum 15. aldar, og voru það aðallega Þjóðverjar, sem
unnu þar að prentiðn. Það var algengt í þá daga, að
prentarar færu með prentsmiðjur sínar úr einum stað í
annan eptir því hvar vinna fékst. Fyrstu prentarar, sem
komu til Norðurlanda, voru slíkir farandprentarar. Jó-
hann Snell prentaði fyrstu bók í Danmörku 1482, fór
svo til Stokkhólms og prentaði þar fyrstu bók í Svíariki
árið eptir. Fyrsti fasti prentari i Danmörku var Gotfred
af Ghernen, hollenskur maður; hann mun hafa sest þar
að um 1490. í Svíaríki gekk nokkuð seinna með prent-