Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 35
35
á Hólum, eign biskupsins, og hina á Núpufelli, eign Jóns
prentara. Hafa margir hallast fyrrum á þá skoíSun, aÖ
prentsmiÖjurnar hafi verið tvær.
Vi8 skulum nú athuga nánar það, sem hér hefur ver-
ið sagt að framan. Þangað til Guðibrandur 1)iskup skrif-
ar seinna bréfiö, sem getið er urn, er engum blöðum um
þaö að fletta, að til er einungis ein prentsmiðja, sem
líklega hefur verið eign Jóns prentara eða erfingja séra
Jóns Mattiassonar. Biskup kauipir þá handa henni nýja
pressu á sinn kostnað, en annars er ekki getið um, að
önnur áhöld hafi verið keypt til hennar. Nýjum stíl og tré-
skornum myndum, hefur þó sjálfsagt verið bætt við eptir
því sem þörf krafði við og við, en annars hefur sá stíll
verið likur þeim gamla, því að ekki er mikill munur á
honum í hinum ýmsu Hóla og Núpufells bókum. Stund-
um er hann skýrari en ella, en það er einatt mest kornið
• undir svertunni og pappírnum, sem brúkað er. Frá þvi
sjónarmiði er ekki hægt að greina, að tvær prentsmiðjur
hafi verið þar nyrðra. Og það heldur ekki líklegt, að svo
hafi verið, þegar als er gætt. Það er næsta óhugsanlegt,
að Guðbrandur hafi sent Jón prentara utan til að full-
komna sig í sinni iðn og útvegað honum Núpufell, þar
sem hann gæti búið og haft iprentsmiðju sina og að hann
hafi jafnframt keypt prentsmiðju handa biskupssetrinu
án þess að hafa þar nokkurn æfðan prentara til að veita
henni forstöðu. Hvers vegna skyldi líka biskup láta
prenta þessi tvö “Summaría” á Núpufelli í gömlu prent-
smiðjunni en látið sína eigin prentsmiðju á Hólum vera
aðgerðalausa ? Það er ljóst af seinna bréfi biskups, að
pressa gömlu prentsmiðjunnar var ónýt, og því kaupir
hann nýja; en það eru engin gögn fyrir því, að Jón hafi
líka keypt pressu fyrir sinn reikning, sem hann hefði
orðið að gera, ef hann hefði haft í hyggju að hafa sér-
staka prentsmiðju. Einkennilegt er það, að Jóni skyldi