Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 136
134
apríl 1919 tók hún aÖ sér heimili Magnúsar bróÖur síns,
sem ]>á var orÖinn ekkjumaður og annaÖist það rúm 5 ár.
19. nóvember 1925 giftist hún séra Iialldóri. — Á íslandi
tók Matthildur að sér til uppfósturs frænda sinn, Jón
Sigurðsson, 9 mánaða gamlan. Þenna dreng tók hún
með sér vestur, ól hann upp, og reyndist honum sem
bezta móðir i öllum greinum. Jón er nú íulltíðamaður
og kvæntur Helgu Borgfjörð frá Wlnnipeg. — Þau hjon
séra Idalldór og fyrri kona hans, Þóra Jónsdóttir tóku
að sér til eignar og fósturs stúlkubarn, Huld, að nafni,
þá nýfædda, þegar þau voru á Gimli. Þessi litla stúlka
er hjá þeim hjóaum og nýtur sama ástríkis og væri hún
i raun og veru barn þeirra. í félagsmálum eru þau hjón
ágætir starfsmenn. Gestrisin með afbrigðum. Jnn á við
tneðal hérlendra samborgara sinna hefir og séra H. E. J.
náð áliti sem gáfu- og mentamaður. Vér mintumst þess
i þætti séra Sig. Ólafssonar, aS hann væri gott sýnishorn
af því hvað gáfaðir og framgjarnir ungir ntenn geta gert i
þessu landi. Á það engu síður heima um séra Halldór,
enda lætur hann sér ekki nægja það eitt, að hafa getað
oröið prestur. Hann heldur áfram—alt af í horfið—
með því að lesa vel og fylgjast með tímanum. Hann
hefir ágætt vald á ensku máli,—ritar það með afbrigðum
vel. Vér gætum vel trúað að hann eigi eftir að leggja
drjúgan skerf til bókmentanna sem lifi hann—á íslenzku
eða ensku máli—ef til vill hvortveggja.
Þoisteinn Ólafsson, bróðár Sigurðar getið hér að
framan, er fæddur 1850 á DaSastöðum. Hann sætti sömu
kjörum og bróðir hans, fór snemma að vinna fyrir sér
sjálfur. Fjórtán ára sótti hann sjó vetrarvertíðir á Suð-
urlandi, en var vorvertíðir á Norðurlandi, 12 ár fyrir
aðra, en tvö ár fyrir sjálfan sig. Hann kom að heiman
1887 og fór strax til Nýja íslands, því þar var þá Ólafur