Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 30
30
þögnin svo athugaverÖ, að ómögulegt er anna'Ö en taka
tillit til hennar. Þaö er ekki hægt að ósanna frásögn
séra Torfa, en það er öll ástæÖa til að taka hana með var-
huga. Þangað til einhverjar frekari upplýsingar koma
fram, verður að telja þessa “fjóra guðspjallamenn” meðal
hinna “apókrýfisku” bóka íslenzkrar prentsögu. Það er
hugsanlegt, að bókin hafi verið prentuð einmitt um það
leyti, sem Jón biskup var tekinn og líflátinn, en aldrei
virkilega komiö út, og svo hafi siðabótarmenn getað eyði-
lagt upplagið, nema eitt eða fáein eintök, sem hefðu
haldist i ætt biskups. Það er mögulegt, en varla senni-
legt, einkum vegna þess, að þessu er hvergi vikið neins-
staðar.*)
Nú hlýtur samt séra Torfi, sem sjálfur sá um kistu-
lagning Brynjólfs biskups, að hafa látið í kristuna ein-
hverja bók, sem gekk undir þeirn titli, er greindur er, ef
æfisagan er annars áreiðanleg í þessu atriði. En það er ekki
gott að vita hvaða bók það hefur verið. Til er prentuð
bók frá 16. öldinni þar sem orðin “fjórir guðspjallamenn”
koma fyrir í titlinum, en sérstaklega gætir þeirra mikið í
hlaupatitlunum. Þetta er “ Historía pínunnar og upprisu
Drottins vors Jesú Christi útaf fjórum guðspjallamönn-
um . . . til samans lesin” af Jóhanni Bugenhagen. Oddur
Gottskálksson þýddi hana og Gísli biskup Jónsson lét
prenta hana í Kaupmannahöfn 1558. Upplagið hefur
sjálfsagt verið litið, því fyrir lok aldarinnar hefur hún
verið orðin sjaldgæf; Guðbrandur lét sem sé prenta upp
aptur píningar- og upprisusöguna 1596; þó er sú útgáfa
*)Prófessor Páll E. ólason tekur frásögn séra Torfa gilda, sjá
Menn og mentir 1, bls. 408—414; Skírnir CXI, bls. 199—203;
Nordislc Tidskrift för bok- och biblioteksv'ásen VII, bls. 131—
145.—A5 eg ekki gat pessarar guðspjallaþýSingar, þegar eg gaf
út rit mitt um íslensku 10. aldar bækurnar, var af því, að út-
gáfan af æfisögunni eptir séra Torfa var þá eltki komin mér 1
hendur.