Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 130
128
vallasýslu og þatian ættu'S. Elízabet var hjá foreldrum
sínum þar til faÖir hennar dó. Var hún þá 14 vetra.
Fluttist hún þá austur á Jökuldal og giftist þar 1892,
Snjólfi Eiríkssyni, fæddum 1865. Voru foreldrar Snjólfs
Eiríkur Símonarson og Guðrún Jónsdóttir að Vík i Lóni í
Austur-Skaftafellssýslu. Þau hjón fluttust vestur um
haf 1903 og héldu til Roseau Co. i Minnesota. Þar voru
þau eitt ár. Ætlaði Snjólfur að nema þar land, en hætti
við það áform sökum heilsuleysis. Fluttust þau ]?á til
Piney, Man. og voru þar 5 ár. Reyndust þau árin þeim
hjónum næsta örðug, því allan þann tíma var Snjólfur
heilsuveill og meiri hluta tveggja ára á sjúkrahúsi. Árið
1909 réðst hann í að fara vestur að hafi ef ske kynni að
hann við það fengi bata á heilsunni. Var hann eitthvað
í Seattle, en ekki lengur en svo, að hið sama ár kom hann
til Blaine. Keypti þegar lóð og kom sér upp all-
góðu heimili. Kom kona hans skömmu seinna vestur
með börn þeirra hjóna.—Nokkuð batnaði Snjólfi heilsan
eftir að vestur kom og vann hann nú oftast, síðustu 4
árin hjá járnljrautarfélagi við eftirlit á brautum þess
gegnum Blaine. Þar varð hann fyrir járnbrautarlest og
beið bana af árið 1917. Býr ekkjan enn i Blaine —
Fjögur börn áttu þau hjón, af þeim lifa tvö,—tveir synir,
Sigurður, í Seattle og Guðmundur, kvongaður og býr i
Blaine. Eina dóttur átti Elízabet áður en hún giftist
Hún heitir Jónína, er Gunnlaugsdóttir, gift F. H. Reykja-
lin, til heimilis í Blaine. — Snjólfur var vel gefinn maður
og drengur góður, og hagur á flesta hluti. Langvarandi
heilsuleysi kipti snemma fótum undan framtíðar vonum
hans, og slysið endaði lífsbaráttuna, einmitt þegar fór að
rofa til. Elízabet er og mesta dugnaðar kona og lagði
drjúgan skerf til uppbyggingar heimili sínu, auk þess
sem venjulega gjörist.