Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 146
/
Islenzkar sagnir.
JÓN ANDRÉSSON, smióur.
1 ÞjóÖvinafélags Almanakinu fyrir áriÖ 1928, er saga
af afa mínum, Jóni Andréssyni smiö, sem bjó á Þór-
ólfsstööum, er hann sagður aÖ hafa átt heima i Skógs-
koti. Ekki man eg eftir aÖ eg heyrði ömmu rnína, eða
aðra, tala um að þau hefði búið i Skógskoti, þó má vel
vera, að þau hafi verið þar eitthvað, en siðast voru þau
á Öxl. Eg heyrði alla, sem á hann mintust segja það
sama, að hann hefð verið þjóðhagasmiður, reglulegur
dvergur við hvaða smíði sem var, tré eða járn, en aðal-
lega var það gull- og silfursmiði, sem hann stundaði.
Tók hann unglinga til að kenna þá smíði.
Marga heyrði eg tala um að hann hefði kunnað
það sem kallað var “kaldabras,” fanst sumum í þá daga
slík kunnátta ganga göldrum næst.
Málaferli þau, er hann lenti í út af tilbúning peninga,
og sagt er frá í Þjóðv.fél. Almanakinu heyrði eg Ömmu
mína segja frá öðruvísi; var eg þá 13 ára að aldri, en
amma mín mun hafa verið þá unt sjötugt, hét hún Guð-
björg Magnúsdóttir prests, mun hann hafa verið prestur
á Kvennabrekku i Dölum. Var hann rikur, átti flestar
jarðir í svo nefndu Skógsplássi.
Úr þvi saga þessi af afa mínum er komin á prent,
finst mér rétt af mér að láta hana koma, eins og eg lieyrði
ömmu mína segja hana, og gef herra Ólafi S. Thor-
geirssyni, hana, ef hann vill taka hana i sitt Almanak.
Amma mín sagði svo frá:
Það var einn dag, að 'bóndi minn, Jón Andrésson, fékk