Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 33
33
ur Þorláksson, ]?á hálfþrítugur aí5 aldri, og kyntist hann
þannig snemma prentsmiðjunni, en ekki er þess geti'Ö, aÖ
hann hafi neitt fengist viö prentun, meðan hann var prest-
ur þar. En jafnskjótt og hann var orðinn Hólabiskup,
lét hann flytja prentsmiðjuna að Hólum, annaðhvort 1572
eða 1573. Það lætur að líkindum, að Jón, sonur séra Jóns,
sem var prentari, hafi átt prentsmiðjuna þá, og fór hann
með henni á biskupssetrið. Til er bréf frá biskupi til Páls
Madsen, Sjálandsbiksups, skrifað 1573, þar sem hann
segir að nú hafi hann prentsmiðju að visu nokkuð slitna,
en þó megi vel gera hana brúkanlega, og hjá sér sé maður,
er lært hafi prentlist; biður hann sinn danska vin um að
senda sér pappír, blek og j'mrislegt annað, Þetta hefur
hann sjálfsagt fengið næsta ár, þvi að árið eptir kemur
út fyrsta bók hans, “Lífsins vegur’’ eptir Níels Hemming-
sen, sem hann sjálfur hafði þýtt úr dönsku. Svo byrjaði
hann að láta prenta nokkra pésa, en þá brotnaði pressan
og varð ekki við hana gert. Það er nokkuð vafasamt,
irvenær þetta var; leikur á árunum 1574-76. Skrifaði
biskup þá aptur Madsen; kveðst nú senda Jón Jónsson,
prentara sinn, til Kaupmannahafnar til þess að vera þar
við prentiðn árlangt, og biður hann að vera Jóni hjálp-
legur við að kaupa nýja pressu á sinn eigin (IbiskupsinsJ
kostnað; mun Jón hafa komið með pressuna til landsins
áriö eftir. Bf nú þetta bréf biskupsins er frá árinu 1576,
eins og prófessor Páll E. Ólason hefur haldið fram, hefur
pressan brotnað eptir að lokið var við prentun nokkurra
bæklinga ('Pheffinger’s “Um mannsins réttlæting,” o. fl.J
17. febr. 1576, og gætu það verið þeir, sem ibiskup á við í
bréfinu. Reyndar hefur nýlega komið í leitirnar önnur
bók, prentuð 1576, sem sé Bænabók Guðbrands biskups
þi háskólabókasafninu í Hamborg), og hefði hún þá orðið
að vera prentuð fyrst á árinu á undan bæklingunum, og
virðst það nokkuð naumur tími. En árfæring bréfsins