Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 135
133
til heimilis, ógift vinnuhjú. Fluttist hann næturgamall
aÖ MiÖseli í s. sv. til ömmu sinnar, Guðrúnar Sölvadóttur
frá Steiná á Reykjaströnd og manns hennar, Jóns Jóns-
sona frá Skrapatungu í Gönguskörðum. Me5 þeim flutt-
ist hann síðar að Borgargerði i Norðurárdal og dvaldi
þar, 'þangað til þau hjón létu af búskap fyrir fátæktar
sakir. Þess er vert að geta, að Halldór var einn af 5
fósturbörnum þeirra hjóna. Eftir það fór Halldór i dvöl,
sem smali, þá á tólfta ári. En brátt komst hann í vinnu-
manna tölu, og 18 ára hafði hann eignast nokkrar skepnur
—kindur og hross—sem hann þá seldi. Hann innritað-
ist það haust í gagnfræðaskólann á Akureyri (árið 1904)
og stundaði þar nám næstu tvö ár. Árið 1907 fluttist
hann til Ameríku, var til heimilis í Dakota þangað til 1917.
Á þvi tímabili stundaði hann nám á Valpariso University
í 4 ár. Útskrifaðist þaðan sem B. Sc. árið 1914. Næstu
3 vetur stundaði hann guðfræðisnám við lúterska presta-
skólann í Chicago. Útskrifaðist þaðan 1917. Vígðist
prestur til Leslie, Sask. árið 1918 og var þar prestur í
4 ár. Átti síðan heimili aö Gimli, Man. rúmt ár. Árið
1923 fekk hann köllun frá Blaine og Point Roberts-söfn-
uðum vestur við Kyrrahaf og fluttist þangað sama ár.
Þeim söfnuðum hefir hann þjónað síðan.
Sr. Iialldór er tvikvæntur. Fyrri kona hans var Þóra
Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði syðra. Hún lézt í Blaine
19. nóv. 1924. Seinni kona hans er Matthildur Þórðar-
dóttir frá Hattardal. Matthildur er alsystir Magnúsar
kaupmanns Þórðarsonar og Aibigael Wells (getið hér á
öðrum stað). Ólst upp með foreldrum sínum, og giftist
þaðan Birni Hjaltasyni, bónda að Súðavík við ísafjörð,
en misti hann eftir 5 ára sanibúð. Árið 1900 fór hún
vestur um haf, og dvaldi tvö ár að Baldur, Man. Tveim
árum seinna fór hún vestur að hafi til Blaine. Næstu 16
ár vann hún ýmist í Blaine, Seattle eða Vancouver, B.C. í
Almanak*1930, 8.