Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 108
106
sem dó í barnæsku; piltarnir lifa, allir fullorÖnir efnis-
menn, verða nefndir hér næst á eftir. Vilborg kona Þor-
steins dó 13. ágúst 1918. Þorsteinn giftist í annað sinn,
og átti þá fyrir konu Ingiríði Stefánsdóttur frá Bæjar-
stæði i Seyðisfirði og konu lians Guðnýjar Guðmundsdótt-
ur fædd í Nikulásarkoti i Reykjavik. Guðný er greindar
kona og valkvendi, hún lifir nú hjá þeim Þorsteini og
Ingiríði dóttur sinni nær áttræð að aldri. H'ún er fróð
um forna tið, les mikið og hefir góða sjón og minni,
spinnur og prjónar mikið meira en ungu stúlkurnar nú á
dögum og unir sér vel við rokk og prjóna og mun oft hafa
hugleitt erindið það tarna: Úr þeli þráö að spinna. Þor-
steinn hefir verið og er enn mikill starfsmaður og hag-
sýnn til verka og hirðumaður i allri umgengni, heimili
þeirra hjóna lýsir því bezt sjálft. Hann veiðir fisk á
vetrar-vertíðum.
Kristinn Þorsteinsson Oliver. Fæddur í Reykjavík
1889, ólst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára,
lærði húsasmíði hjá Sigvalda Bjarnasyni í Reykjavík,
fluttist með foreldrum sínum til þessa lands, kom með
J)eim til bygðarinnar á Red Deer Point, tók þar heimilis-
rétt á landi og <bjó þar nokkur ár, stundaði landbúnað og
fiskveiði þau ár sem hann var þar, flutti hingað til Win-
nipegosis, keypti hér hús og ekru af landi, seldi það aftur
og flutti til Winnipeg og vinnur þar að húsasmíði. Krist-
inn er stór maður vexti sterkur að afli og góður glímu-
maður. Iiann vann fyrstu verðlaun í kappglímu á Is-
lendingadaginn i Winnipeg fyrir fáum árum, átti þá heima
hér i Winnipegosis, en einhvern veginn sást íslenzku viku-
blöðunum yfir að geta þess að hann væri héðan. Krist-
inn er góður smiður og mikill verkmaður, kona hans er
Guttormina Kristín Stefánsdóttir frá Bæjarstæði í Seyð-
isfirði og konu hans Guðnýjar Guðmundsdóttur frá