Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 26
26
iim þaÖ, hvafe prentaÖ hafi veriö í þessari fyrstu prent-
smiÖju. Ekki þý'Öir neitt a'Ö fara aÖ rekja þa'Ö og vega,
sem gamlir höfundar segja um þetta, þvi a'Ö alt er þaö svo
óákveðiÖ hjá þeim, og er augljóst, aÖ þeir hafa fariÖ meira
eptir sögusögnum en aÖ þeir hafi reynt aÖ fá vissu um
þetta með því að ná í ibækurnar sjálfar og ransaka þær;
þaÖ sem þeir skrifa um það er eptir heyrn en ekki sjón,
og svo tekur hver höfundurinn eptir öðrum.
Svo hefur alment veriÖ álitið, að í tíð Jóns biskups
Arasonar hafi ekki annað verið prentað en 'bænabók sú,
er þegar hefur verið getið hér að framan og optast hefur
verið nefnd Breviarium Nidrosiens, af því að hún mun
aö mestu leyti hafa verið uppprentun eptir þeirri bænabók,
sem Eiríkur Walkendorf, erkiibiskup í Niðarósi, lét prenta
í París 1519. En í samræmi við titil þann, sem Grunna-
víkur-Jón gefur, ætti að nefna hana Breviarium Holcnse
þjón ritar aö vísu Brevioria;, en það er sjálfsagt annað
hvort misminni eða ritvilla hjá honum). Eins og áður
er getið, fórst síðasta eintak hennar snemma á 18. öld, og
hafa menn síðan ekkert kunnað að segja frá efni hennar
og útliti annað en það sem Jón Grunnvíkingur hefur sagt,
en hann skrifar, að hún hafi verið í fjögra blaða broti,
með latneskum sálmum og sönglögum, og með rauðum
fyrirsögnum; hún hafi verið prentuð eptir boði og á
kostnað Jóns biskups, og aukin að einhverju leyti. Nú
vildi svo til, að fyrir nokkrum árum tóku menn eptir
tveim prentuðum blöðum, sem límd voru innan á spjöld
gamals íslenzks handrits í konunglega bókasafninu í
Stokkhólmi. Dr. Isak Cöllijn, yfirbókavörðurinn þar,
ransakaði þessi blöð og komst að þeirri niðurstööu, að
þau væru úr kaþólskri bænabók frá Norðurlöndum, en
þó engri sem annars var kunn. Textinn var auðsjáanlega
í samræmi við áðurnefnda bænabók Walkendorfs frá
1519, en prentið var annað. Hér gat því varla verið ann-