Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 45
43
Seljalandsfoss, einn af allra hæztu fossum á íslandi.
Fellur foss þessi niður af háu bergi niður á slétta eyri,
hefir hann myndað alldjúpt ker þar sem hann kemur niður.
Standa má innundir berginu á grasibrekku og horfa á
fossinn falla niður framundan sér. Er það fögur sjón,
einkum þá er sólin skín og allir litir regnbogans sjást í
vatninu, en allmjög verða menn votir af úða þeim, sem
fellur af fossinum. Neðar fossinum fellur áin til sjávar
með allmiklu vatnsafli. Nokkru ofar er Gljúfrafoss, mjög
einkennilegur. Fellur hann i gljúfri niður af berginu.
Milli fossanna er jörð sú er heitir að Hamragörðum.
Hefir rafmagn verið leitt úr fossinum heim í bæinn.
Hér halda fróöir menn að hafi búið Ásgerður, móðir
Njáls. Hérumbil þrjár mílur enskar upp með fjallinu er
Dalur, þar sem Runólfur goði bjó á dögum Njáls. Run-
ólfur gerði heimboð Oddkili i Kirkjubæ, og tíu árum
síðar Þráni Sigfússyni. Gunnar varð Oddkili að bana
og öllum félögum hans, en Njálssynir sátu í Rauðuskrið-
um fyrir Þráni, voru hvorirtveggja á heimleið frá boði í
Dal. Við það tækifæri hljóp Skarphéðinn tólf álnir yfir
Markarfljót meðal höfuðísa með Rimmugýg á öxlinni. í
Dal hafa margir höfðingjar búið; þar bjó Eyjúlfur lög-
maður á ofanverSri 15. öld, þar bjó og Einar sonur hans,
sem átti fyrir konu hina mikilhæfu Hólmfríði Erlends-
dóttur frá Hlíðarenda. Eftir þau Einar og Hólmfríði bjó
þar Eyjólfur sonur þeirra; átti hann fyrir konu lielgu
Jónsdóttur Arasonar biskups. Stutta bæjarleið frá Dal
er Eyvindarholt, góð jörð og fögur, er frægust verður á
19. öldinni. Fyrri hluta aldarinnar bjó þar Sæmundur
Ögmundsson prests frá Krossi, Högnasonar prófasts á
Breiðabólstað í FljótshlíS.
Var Sæmundur Ögmundsson þjóðkunnur maður fyrir
rausn og stórmensku. Hann var og einn mesti auðmaður
þeirra tíma i Sunnlendingaf jórðungi. Gestrisnu og örlæti