Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 28
28
út æfisögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir séra Torfa
Jónsson í Gaulverjalbæ, frænda hans. Þar er þess getiö,
a'Ö biskup hafi veriÖ kistulagÖur með eintaki sínu af Nýja
testamentinu á grísku, “Davíðs psaltara og Fjórum guð-
spjallamönnum, er biskup Jón gamli að Hólum lét út-
leggja og þrykkja, sem hans formáli útvísar, ef þar af
finst nokkurt exemplar,” skrifar Torfi prófastur. Þetta
er því miður ekki sem skýrast orðað hjá höfundinum,
því að í orð hans mætti leggja þá þýðingu, að jafnvel
þetta eintak hafi ekki verið heilt, formálann hafi vantað,
og því kann þetta að hafa verið bygt á sögusögn einni eða
skrifað á eintakið. Það er og ýmislegt annað við þetta
að athuga.
Fyrst er að líta á æfisöguna sjálfa og áreiðanleik
hennar. Það er víst efalaust, að hún sé eptir séra Torfa,
en öðru máli er aö gegna, hvort hún sé nú til í þeirri
mynd, sem hún kom frá hans hendi. Sá, sem skrifað
hefur handritið, sem hún er gefin út eptir, segir að hann
ha.fi það “eptir rangt skrifuðu exemplari uppskrifað, og
svo víða sem orðið1 gat lagfært, en þarf þó i sumum stcið-
um aö réttast eptir betri forskrift.” Það er auðsjáanlega
ýmislegt í æfisögunni, sem bendir til þess aö vikið sé frá,
frumritinu, svo sem t. d. að stundum talar höfundurinn
í fyrstu persónu, en stundum í þriðju. Þetta veikir gildi
textans og getur gert efasöm ýms einstök atriði, sem
greind eru þar, því aö afriturum var hætt við að misskilja
eða mislesa og ef til vill þá og þegar að fylla í eyðurnar.
Það er næsta tortryggilegt að séra Torfi getur ekki um
prentunarstað, ártal, eða nafn þýðanda, og er slíkt all-
merkilegt, þegar um jafn sjaldgæfan grip var að ræða,
ef hann annars vissi þetta eða bókin sjálf bar það með sér.
Eg held virkilega að það bendi til þess, að eintakið hafi
verið ófullkomið, jafnvel titilblað og formála hafi vantað