Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 94
92
viðræÖum, hjálpsöm við alla, spök í nágrenni og velmetin
í sínu bygðarlagi.
Eiríkur Þorsteinsson er fæddur 1851 i Klausturhóla-
koti í Grímsnesi i Árnessýslu. Foreldrar hans Þorsteinn
Eiriksson frá Laugalbökkum i Ölfusi sömu.sýslu og kona
hans Guð'bj örg Vigfúsdóttir frá Arnarbæli i Grímsnesi.
Ó'lst upp þar með foreldrum sínum og á Riftúni í Ölfusi
til þrítugs, fór þaðan að Bakka i Ölfusi og var þar i 3 ár.
Fór þaðan til ísafjarðar og var þar við sjómensku og
önnur störf í 3 ár. Eiríkur réri 15 vor og vetrar vertíðir
frá Þorlákshöfn. Fluttist frá ísafirði til þessa lands
árið 1887 og settist að í Tantalon, Sask. Tók þar heim-
ilisrétt á landi og bjó þar góðu búi i 19 ár, giftist 1890
Guðbjörgu Eiríksdóttur frá Þorfinnsstöðum í Önundar-
firði, ísafjarðarsýslu og lconu hans Jóhönnu Jónsdóttur
úr sömu sveit. Þau fluttust til bygðarinnar á Red Deer
Point áriö 1907 og bjuggu þar 6 ár, keyptu þá bújörð
4 mílur hér norður frá bænum og fluttu þangað. Fyrsta
búskaparár þeirra þar urðu þau fyrir því mótlæti að
Eiríkur rnisti sjónina, tóku þá börn þeirra við búsfor-
ráðum með móður sinni, þar til tvö af þeim giftust, þá
fóru gömlu hjónin til þeirra. Eiríkur og Guðbjörg eiga
3 börn og verða þau nefnd hér: Franklin, giftur Hall-
dóru Jónsdóttur þCollins). Guðbjörg Jóhanna Lillie, gift
Montgomery McAuley af skozkum ættum, eiga 3 börn.
Þorsteinn Guðmundur, ógiftur. — Þrátt fyrir það þó
Eiríkur sé hátt á áttræðisaldri, er hann vel ern og hraust-
ur, enda á yngri árum verið mikið hraustmenni að kröft-
um, vinnumaður með afbrigðum, hirtinn og ráðdeildar-
samur og góður búmaður. Bæði eru þau hjón greind og
skemtileg í viðræðum. Gestrisin þóttu þau i sinni bú-
skapartíð, og ábyggileg til orða og verka.