Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 157
155
BJARGSIG OG SLYS
í ING ÓLFSHÖFÐA
eftir Eirík Rafnkellsson.
(Ritað eftir hans eigin frásögn af G. Arnasyni).
í Ingólfshöfða var fuglaveiði nokkur og höfðu bú-
endur í Öræfum talsverð not af henni. Fleátar eða allar
tegundir bjargfugla verptu þar—langvía, álka, fýll, lundi
og ritur. Sigið var í bjargið ýmiát í feátum eða hand-
vöðum, og var fuglinn ýmiát veiddur í netháf eða snar-
aður, en snörur voru að leggjaát niður á æskuárum mín-
um. Eins og kunnugt er verpa allar bjargfuglategundir,
nema lundi, á syllur og átalla í berginu; lundinn grefur
holur í jörðina. Menn vildu heldur veiða lausir, sem
kallað var, þ. e. a. s. að fara niður í bergið í handvað
fremur en í festi, því að þá varð fengurinn drýgri þar
sem hann skiftist í færri staði. Á vorin fór almenningur
til þessara veiða. Voru um 20 mílur enskar úr bygð út í
Ingólfshöfða, það var innri leiðin, sem svo var nefnd, en
vestari leiðin var um 24 mílur; var hún farin, þegar ekki
var hægt að fara hina vegna vatnanna.
Eg átti heima á Hofi, þegar atburðir þeir gerðust,
sem hér skal sagt frá. I júní, rétt fyrir kaupstaðaferðir,
fórum við margir saman út í höfðann til veiða. Meðal
annara voru í förinni Einar Jónsson Steingrímssonar frá
Gerði í Suðursveit og Páll Jónsson Pálssonar frá Svína-
felli. Báðir þessir menn veiddu lausir, en eg var með
festinni. Var eg látinn síga í vík einni, sem Trévík heitir,
og átti eg að leita þar lunda. Tar hagaði svo til að urð
mikil var niður við sjóinn en fyrir ofan var þverhnípt
bergið. Þegar eg var búinn að leita í urðinni og ná þeim
fugli sem þar náðist, varð eg að bíða þangað til festin
kæmi aftur ofan til mín, hún hafði verið dregin upp og
annar maður látinn síga í henni á öðrum stað. Eg lagðist
niður og ætlaði að sofna. Var eg rétt að draga húfuna
yfir andlitið og hagræða henni, en varð litið við og brá
heldur en ekki í brún, er eg sá að annar maðurinn, sem
áður er nefndur, lá þar í urðinni skamt frá mér. Hafði