Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 77
75
vertíðir. Síðastliðinn vetur hætti hann vei'ðiskap, var
þá búinn að stunda fiskiveiði 30 vetrarvertíðii og 9 vor- og
haustvertíðir hér á vatninu. Ólafur hefir verið góður
fiskimaður og mjög vandur að allri meðferð á þeirri
vöru. Enda fengið orð fyrir að vera ráðvandur í öllum
viðskiftum. Ólafur er mikill bókavinur og á töluvert
safn góðra bóka. Ólatur er hann á það að skemta mönn-
um með lestri þeirra, og þykir þá fæstum skammdegis-
vakan löng, sem hlusta á Ólaf, þvi ibetri lesari er vand-
fundinn. Þetta ásamt gestrisnu þeirra hjóna hefir orkað
því að oft hefir verið gestkvæmt á heimili þeirra, enda
hafa þau verið vinsæl og vel metin hjá öllum, sem kyntust
þeim. Ólafur og Valgerður eignuðust 6 börn, 3 þeirra
dóu í æsku hin náðu fullorðins árum. Jóhannes Kjartan,
dáinn 1910, þá um tvítugt, bezta mannsefni. Vilhjálmur,
ógiftur, atvinna hans er fiskiveiði og flutningur á þeirri
vöru til markaðar á vetrin. Svanhildur, kona Kára Vil-
bert fsjá þátt Aðaljóns Guðmundssonar). Valgerður
kona Ólafs dó 20. apríl 1928. Hún var mesta valkvendi.
Finnbogi Hjálmarsson er fæddur i Breiðuvik á Tjör-
nesi í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1860. Foreldrar hans,
Hjálmar Finnbogason Hjálmarssonar frá Vík á Flateyjar-
dal í sömu sýslu og Kristbjörg Hjaltadóttir Einarssonar
prests Hjaltasonar. Finnbogi ólst upp með foreldrum
sinum í Breiðuvík og á Húsavík til 12 ára aldurs, fluttist
með þeim að Geirbjarnarstöðum i Köldukinn, var þar
eitt ár, þaðan að Hofi á Flateyjardal. Fluttist árið 1875
austur í Þistilfjörð, og var þar srnali og vinnumaður til
ársins 1884. Giftist það ár Ólöfu Ólafsdóttur Gabriels-
sonar frá Ærlæk í Axarfirði og konu hans Sólveigar
Eiríksdóttur Sigvaldasonar frá Iíafrafellstungu í sömu
sveit. Finnbogi og kona hans fluttust til þessa lands árið
1887 og fóru til Norður Dakota og voru þar til ársins