Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 138
136
einnig giftur, liáSir til heimilis í Portland, Ore.; Sesselja
gift GuÖbrandsson, til heimilis í Blaine; Þorsteina Sig-
ríður og Jennie Elizabet, báðar heima. Jón er verkmaður
góður, hefir á seinni árum gefið sig mest við garða- og
hlómrækt. Hann er laglega hagorður. Bæði eru þau hjón
vel látin af þeim, er kynnast þeim.
ísleifnr Sigurðsson, sonur Sigurðar Sigurðssonar, sem
lengi bjó að Barkarstööum í Rangárvallasýslu, og bróðir
Tómasar hreppstjóra, sem þar býr nú; kom hingað til
Blaine frá Mountain i Dakota skönimu eftir aldamótin,
og dvaldi hér aðeins fá ár. Meðan hann var hér, var
lestrarfél. “Harpa” stofnsett, og var ísleifur einn af
stofnendum þess, og beztu liðsmönnum, meðan hans naut
hér við. Austur mun hann hafa farið aftur á árunum
1908-9, og þaðan heim til íslands skömmu seinna,
Sigurður Stefánsson var fæddur 1847. Eaðir Sigurð-
ar, Stefán var Sveinsson, var Sveinn sá albróðir Sölva
Sölvasonar, frá Löngumýri í Húnavatnssýslu og Húnvetn-
ingur í þá ættina að minsta kosti. Um móSur hans er oss
ókunnugt með öllu. — Sigurður ólst upp í foreldrahúsunt
að mestu ; kom vestur um haf til Winnipeg 1883. Nam
land í Geysisbygð í N. íslandi og bjó þar 14 ár. Þá seldi
hanri og fluttist vestur' að hafi; þar eitthvað í Seattle, en
kom til Blaine 1906-7. Lézt þar 1923. — ICona Sigurðar
var ÞoAjörg Jónsdóttir Pálssonar frá Álfgeirsvöllum i
Skagafirði, og Margrétar Halldórsdóttur, ættuð úr Húna-
vatnssýslu. Þorbjörg er fædd 1844, ólst upp hjá foreldr-
um sinum, giftist þaðan Stefáni Stefánssyni, ættuðum úr
Fljótum í Skagafj.s., en misti hann nokkrum árum seinna
frá 4 börnum. Þorbjörg kom að heiman sama ár og
seinni maður hennar, Sg. Stefánsson, og giftust þau í
Winnipeg ári seinna. Frá því hjónabandi eru engin