Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 112
110
aÖ Raufarhöfn á Melrakkasléttu í N. Þingeyjarsýslu. Þar
tók faðir hans viÖ verzlunarstörfum fyrir GránufélagiÖ
svo nefnda, þaðan fóru foreldrar hans að Harðbak í sömu
sveit og bjuggu þar til ársins 1893. Það ár fluttist öll sú
fjölskylda til þessa lands. Fyrsta árið, sem Jón var í
þessu landi bjó hann í Argyle-bygð. Fór þaðan til Win-
nipeg og bjó þar í 8 ár, fluttist þaðan til svonefndrar
Framnes-bygðar í Nýja íslandi, þá var sú bygð að byrja
að byggjast, bjó þar til ársins 1912, fór þaðan til Winni-
peg aftur og bjó þar til ársins 1923. Fluttist jaá hingað
og stundar hér landbúnað. Jón er tvígiftur; fyrri kona
hans var Andrea, dóttir Kristjáns Gottfreðs Péturs Lund.
Hann var af dönskum ættum, og konu hans Þorbjargar
Árnadóttur frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Lund bjó á
Raufarhöfn og vann að verzlunarstörfum á sumrin hjá
lausakaupmönnum, sem sigldu rnilli hafna. Jón og Andrea
eignuðust 2 dætur, sem nú eru giftar konur hér í landi.
Þær eru: Þorbjörg Valgerður, gift George Lang, skozk-
um manni, þau búa i Winnipeg. Andrea Petrea, gift
Sveini Guöjónssyni Vopna frá Hákonarstöðum á Jökul-
dal, búa í Tantallon, Sask. Andrea fyrri kona Jóns, dáin
fyrir mörgum árum. Seinni kona hans er Ragnheiður
Gisladóttir Jónassonar Jónssonar frá Fagranesi í Reykja-
dal i Suður-Þingeyjarsýslu og konu hans Ingunnar Stef-
ánsdóttur, klausturhaldara á Snartastöðum í Núpasveit í
Norður-Þingeyjarsýslu, móðir Ingunnar, kona Stefáns
var Þórunn Sigurðardóttir systir séra Vigfúsar Sigurðs-
sonar á Sauðanesi á Langanesi i N.-Þingeyjarsýslu.
Ragnheiður er systir Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra í
Reykjavík og Hjálmars Gíslasonar í Winnipeg og þeirra
systkina. Af hjónabandi Jóns og Ragnheiðar lifir ein
dóttir. Geirfríður Aðalheiður kona Bjarna Eyþórs Sveins-
sonar Eiríkssonar og konu hans Guðrúnar Halldórsdótt-
ur frá Reykhólum viö Breiðafjörð í Barðastrandarsýslu.