Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 152
150
bættisár hans voru 32; bjó síðast í Stóraskógi prestlaus,
var tvigiftur, fyrri kona hans var Iielga dóttir séra Odds
Þórðarsonar prests í Villingaholti, Þorsteinssonar, hún
dó 1791. Þau áttu 7 börn, eitt af þeim var Hallgerður,
gift Jóni prófasti Gíslasyni i Hvammi í Hvammssveit.
Þeirra son séra Þorleifur samastaðar, átti Þorbjörgu
Hjálmarsdóttir. Eitt af (börnum þeirra var Jóhanna, átti
Hákon Bjarnason, kaupm. á Bíldudal, er úti varð á Mýr-
dalssandi 1877. Þeirra synir Þorleifur kennari við lærða-
skólann í Reykjavík, Ágúst heimspekingur, Lárus sýslu-
maður og Brynjólfur, kaupmaður. Annað af 7 börnum
séra Magnúsar Einarssonar, var Kristin, átti Guðmund
hreppstjóra á Þorbergsstöðum, Jónsson Ólafssonar.
Þeirra son Ólafur, átti Kristínu Hallgrímsdóttur, þeirra
son Jón á Hornstöðum, heppinn læknir, átti Kristínu Berg-
þórsdóttur frá Leikskálum, fór til Ameriku, dvaldi í Sas-
katchewan í Canada og dó þar.
Síðari kona séra Magnúsar var Gróa Sigurðardóttir
frá Gilsfjarðarmúla, Jónssonar prests i Saurbæjarþing-
um, þeirra dóttir Guðbjörg kona Jóns Andréssonar smiðs.
Faðir Magnúsar prests í Stóraskógi var Einar sýslu-
maður í Strandasýslu, félck sýsluna 1728, en sagði sig
frá henni 1757, hann kvæntist Elínu 1728, dóttur Hamra-
enda Jóns, sýslumanns í Hnappadalssýslu, og fékk með
henni Stóraskóg, 60 hundruð að dýrleika og mikið lausa-
fé. Þau bjuggu á Felli i Kollafirði, hann misti Elínu
1752, með henni átti hann 3 börn, Magnús prest í Stóra-
skógi, áður talinn og 2 dætur, Þórunn, átti Brynjólf í
Ljáskógum og Elín, gift Jóni Sveinssyni í Tjaldanesi.
Áður hún giftist, átt hún launson með Jóni, syni Teits
sýslumanns, Arasonar sýslumanns í Barðastrandasýslu,
sá sonur hennar var Grímur, kallaði sig Thorkelin, há-
lærður vísindamaður, ól aldur sinn i Danmörku, og af-
komendur hans, varð prófessor, svo etazráð, doktor júris,